Tillaga að nafnabreytingu Eimskipafélagsins var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á hluthafafundi félagsins í dag. Þar með verður nafni félagsins breytt í A1988 hf.

Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Þá var tillaga um heimild til stjórnar félagsins til að framselja allar eigur félagins í skiparekstri til Eimskip Íslands ehf. (sem í raun er hið nýja Eimskipafélag). Þá staðfesti fundurinn jafnframt heimild til stjórnar félagsins að framselja framangreinda hluti í Eimskip Ísland ehf., ásamt öllum öðrum eignum félagsins að frátöldum 51% hlut í Eimskip Tango ehf., til félagsins L1003 ehf. gegn afhendingu hluta í L1003 ehf.

Sjá nánar um málið í tengdum fréttum hér að neðan.