Viðskipti hefjast á nýjan leik með hlutabréf Eimskips í Kauphöllinni á föstudag í næstu viku, þ.e.a.s. 16. nóvember. Verðið verður 208 krónur á hlut. Í almennu útboði með bréfin lauk á föstudag í síðustu viku. Samtals bárust áskriftir fyrir rúmlega 11 milljarða króna í almenna útboðinu sem nemur um fimmfaldri umframeftirspurn miðað við 5% hlutinn sem Landsbankinn, ALMC og Samson bauð til sölu. Af þeim sökum var framboðið aukið í 8% hlut í Eimskipi og jafngildir það að í boði hafi verið 28% hlutur í félaginu.

Fram kemur í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka um málið að auk þessarar sölu hafi Lífeyrissjóður verzlunarmanna keypt 14% hlut af Landsbanka Íslands og sjóðum á vegum The Yucaipa Companies áður en lokaða útboðið hófst. Samtals hafi því 42% hlutur í félaginu skipt um hendur í tengslum við skráningu Eimskips.