*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 8. júní 2017 15:01

Eimskip kaupir 75% hlut í dönsku fyrirtæki

Eimskip hefur keypt stóran hlut í flutningsmiðlunarfyrirtækinu SHIP-LOG A/S í Danmörku. Ársvelta fyrirtækisins nemur 1,9 milljörðum króna.

Ritstjórn
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.
Haraldur Guðjónsson

Eimskip hefur fest kaup á 75% hlut í flutningsmiðlunar-fyrirtækinu SHIP-LOG A/S. Fyrirtækið var stofnað árið 2003 og eru höfuðstöðvar þess í Árósum í Danmörku. Núverandi stjórnendateymi mun áfram eiga 25% hlut í fyrirtækinu og stýra rekstri þess.

SHIP-LOG leggur áherslu á að þjónusta innflutnings- og útflutningaðila og hefur á að skipa öflugu tengslaneti með yfir 120 samstarfsaðilum á heimsvísu. Fyrirtækið er með sterka stöðu í hitastýrðum flutningum á matvælum og lyfjum. Ársvelta fyrirtækisins nemur um 17 milljónum evra, eða um 1,9 milljörðum króna, og EBITDA hlutfall er á bilinu 6-7%. SHIP-LOG hefur á að skipa 32 starfsmönnum.

„Kaupin á SHIP-LOG munu styrkja landfræðilegt þjónustunet Eimskips í frystiflutningum og auka fjölbreytni í þjónustu með flutningum á matvælum og lyfjum, með nýjum viðskiptavinahóp og magni. SHIP-LOG mun styrkja stöðu Eimskips í Danmörku ásamt því að þjónustunet SHIP-LOG styður við möguleika samstæðunnar á að leita nýrra tækifæra á nýjum markaðssvæðum og við frekari þróun á flutningaþjónustu Eimskips,“ segir í tilkynningu frá félaginu. 

„Við erum ánægð með að SHIP-LOG er nú orðið hluti af samstæðu Eimskips og fyrirtækið mun styrkja frekar flutningaþjónustu okkar með útvíkkun á þjónustuframboði Eimskips hvað varðar nýja vöruflokka. Dýrmæt reynsla stjórnenda og starfsmanna SHIP-LOG mun hjálpa til við að styrkja starfsemi okkar í Danmörku ásamt því að styrkja okkar alþjóðlegu flutningsmiðlunarþjónustu,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. 

„Við hjá SHIP-LOG erum mjög ánægð með að verða hluti af samstæðu Eimskips þar sem við teljum að við getum lagt félaginu til mikla þekkingu og reynslu. Fram til þessa hafa fyrirtækin lagt áherslu á ólíkar vörutegundir og við sjáum þess fram á að þau muni hafa hag af reynslu hvors annars þegar sótt er inn á nýja markaði og afurðir.

SHIP-LOG mun starfa sem sjálfstæð eining innan samstæðu í gegnum skrifstofur okkar og þjónusta viðskiptavini og samstarfsðila í óbreyttri mynd. Heiðarleiki og hátt þjónustustig eru í fyrirrúmi hjá SHIP-LOG og við trúum því að viðskiptavinir okkar og samstarfsðilar muni njóta góðs af því að SHIP-LOG sé orðinn hluti af samstæðu Eimskips. Við sjáum fram á áframhaldandi jákvæðan vöxt fyrirtækisins og mikla samlegð með Eimskip,“ er haft eftir Simon Steenholt, framkvæmdastjóra SHIP-LOG og Mads Dalsgaard, eiganda SHIP-LOG.

Stikkorð: Eimskip Danmörk fyrirtæki kaup SHIP-LOG
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is