Gengi bréfa í Eimskip lækkaði um 3,31% í 98 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. Uppgjör Eimskips var birt fyrir opun markaða en samkvæmt því tapaði Eimskip 123 milljónum króna á árinu. Slæmt veður og léleg loðnuvertíð settu strik í reikninginn hjá félaginu.

Öll fyrirtæki í Kauphöllinni lækkuðu í verði í viðskiptum í dag, nema Reginn. Úrvalsvísitalan OMXI6 lækkaði um 0,96%.