*

laugardagur, 12. júní 2021
Innlent 11. maí 2021 17:03

Eimskip leiddi lækkanir dagsins

17 af 18 félögum kauphallarinnar lækkuðu í viðskiptum dagsins og var Eimskip þar í fararbroddi.

Ritstjórn
Eimskip leiddi lækkanir dagsins
Aðsend mynd

Eimskip leiddi lækkanir í dag en bréf félagsins lækkuðu um 2,5% í 1,6 milljarða króna veltu í kauphöllinni í dag. Eimskip birti fyrsta ársfjórðungsuppgjör sitt við lokun markaða og var hagnaðurinn 2,8 milljónir evra eða 421 milljón króna fyrir tímabilið samanborið við 4,9 milljóna evra tap fyrir sama tímabil í fyrra. Rétt er að benda á að hlutabréfagengi Eimskipa hefur hækkað um 17,2% frá áramótum.

Næst mestu lækkanir dagsins komu frá Eik en gengi bréfa þeirra lækkaði um 1,98% í dag í 106 milljóna króna veltu. Þá voru mestu viðskiptin með bréf Arion banka en bréf bankans lækkuðu um 0,4% í 453 milljóna króna veltu. Þá var Sýn eina félagið sem sá grænt í dag en bréf þess hækkuðu um 0,22% í 2 milljóna króna veltu.

Þá var meira fjör á skuldabréfamarkaði í dag en í gær en heildarvelta með þau námu 5,9 milljörðum.