Hlutabréf Eimskips lækkuðu um 4,1% í kauphöllinni í dag og endar gengi bréfanna í 281 krónu við lokun kauphallarinnar miðað við 293 krónur í gær.

Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að Eimskip hefði óskað eftir því að hefja formlegar sáttaviðræður vegna meintra samkeppnislagabrota félagsins. Þá var greint frá því í dag í flöggunartilkynningu til kauphallarinnar að Arion hefði selt um 9,9 milljónir hluta í félaginu fyrir ríflega 2,5 milljarða króna í gær .

Mesta veltan var með hlutabréf Síldarvinnslunnar en á undanförnum tveimur dögum hefur Kjálkanes ehf. sem er næst stærsti hluthafi félagsins selt hlutabréf í félaginu fyrir tæpa tvo milljarða króna . Alls hefur félagið selt um 30,4 milljónir hluta og er hlutur félagsins nú í 17,4% úr 19,2% við lok útboðsins.

Festi hækkaði mest í dag eða um 1,93% og Eik nartar í hælana með 1,91% hækkun. Á eftir Eimskip lækkar Icelandair næst mest eða um 2,01%.