Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,18% í dag. Heildarvelta á mörkuðum nam 7,5 milljörðum og var velta á hlutabréfamarkaði 3,6 milljarðar króna og velta á skuldabréfamarkaði 3,7 milljarðar.

Gengi hlutabréfa Eimskipafélags Íslands lækkaði mest í dag eða um 2,62% í 131,8 milljón króna viðskiptum. Langmest velta var hins vegar með gengi hlutabréfa HB Granda eða 2,4 milljarða króna velta og lækkaði gengi hlutabréfa félagsins um 1,40% í dag.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 7 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,9% í dag í 3,6 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 3,2 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 0,3 ma. viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,4% í 2,9 milljarða viðskiptum.  Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði lítillega í dag í 0,2 milljarða viðskiptum.