Aðeins tvö félög hækkuð í verði í Kauphöllinni í dag en hlutabréf 16 félaga lækkuðu í hlutabréfaviðskiptum fyrir samtals 2 milljarða króna.

Mest hækkuðu bréf í Skeljungi eða um rúm 2% í viðskiptum fyrir 382 milljónir króna sem jafnframt var stærstu viðskipti dagsins. Origo hækkaði um rúmt hálft prósent í litlum viðskiptum eða fyrir átt milljónir króna. Þar með eru hækkanir dagsins upptaldar.

Hlutabréf í Eimskip lækkuðu mest í viðskiptum dagsins eða um rúm 4,5% í viðskiptum fyrir 126 milljónir króna. Arion banki lækkaði um tæpt 2,5% í viðskiptum fyrir 130 milljónir króna. Þá lækkuðu bréf í Högum um 2,4% í viðskiptum fyrir 138 milljónir króna.

Töluverð viðskipti voru með bréf í Sýn eða fyrir 270 milljónir króna en bréfin lækkuð um 0,7% í dag. Þriðja mesta veltan var með bréf í fasteignafélaginu Reginn sem lækkuðu um 1,7% í viðskiptum fyrir 142 milljónir króna.

Viðskipti með skuldabréf námu 6,2 milljarða króna í dag.  Mest voru viðskipti með ríkisbréfin RIKB 28 og RIKB 30 en litlar breytingar urðu þó á verði skuldabréfanna en krafa þeirra lækkaði um tæpa þrjá punkta.