Eimskipafélag Íslands lækkaði mest í viðskiptum dagsins í viðskiptum dagsins í kauphöll Nasdaq á Íslandi, eða um 4,76%, niður í 170 krónur, í 89 milljóna króna viðskiptum. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá sendi félagið frá sér afkomuviðvörun í gær, auk þess sem sama dag úrskurðaði Landsréttur félaginu í óhag .

Næst mest lækkun var á gengi bréfa Eikar, eða um 1,99%, í 151 milljóna viðskiptum og fór gengi bréfanna niður í 8,61 krónu. Þriðja mesta lækkunin var loks með bréf Festi, eða um 1,59%, niður í 139,50 krónur í 143 milljóna króna viðskiptum.

Heildarviðskiptin í kauphöllinni í dag námu 2,8 milljörðum króna, og hækkaði Úrvalsvísitalan um 0,89%, upp í 2.067,60 krónur, þó langflest, eða 13 fyrirtæki hafi lækkað í virði í viðskiptum dagsins. Eitt félag, Sýn stóð hins vegar í stað.

Gengishækkun Marel var sú þriðja mesta, eða um 1,92%, í 583 krónur, í jafnframt mestu viðskiptunum, eða fyrir 569,9 milljónir króna. Bréf félagsins hafa farið lækkandi undanfarið eftir uppgjör félagsins var birt fyrir síðasta ár.

Næst mesta hækkunin var á gengi bréfa Heimavalla, eða um 2,33%, upp í 1,32 krónur, í örlitlum eða 3 milljóna króna viðskiptum. Mesta hækkunin var hins vegar með bréf Origo, sem hækkuðu um 2,93%, upp í 26,35 krónur, í 269 milljóna króna viðskiptum, en Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá á miðvikudaginn skilaði félagið 90 milljóna króna hagnaði á fjórða ársfjórðungi síðasta árs.

Evran styrktist gagnvart íslensku krónunni um 0,29%, og kostar hún nú 136,05 krónur, meðan Bandaríkjadalur veiktist gagnvart krónunni, eða um 0,19%, niður í 122,78 krónur. Loks styrktist breska pundið, síðasta daginn sem landið er formlega utan Evrópusambandsins en það fer út formlega í kvöld klukkan 11, eða um 0,47% og fæst sterlingspundið nú á 161,86 krónur.