FVH veitir í tólfta sinn Íslensku þekkingarverðlaunin á næsta fimmtudag. Þau fyrirtæki, sem tilnefnd eru til Íslensku þekkingarverðlaunanna í ár, eru Eimskip, Landspítali háskólasjúkrahús og Marel. Sérstök dómnefnd sker úr um hvert ofangreindra þriggja fyrirtækja/stofnanna hlýtur Íslensku þekkingarverðlaunin.

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, mun afhenda verðlaunagripinn Þekkingarbrunn því fyrirtæki eða stofnun sem skarað hefur fram úr í rekstri, einkum með tilliti til þeirra miklu breytinga sem orðið hafa í starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja að undanförnu.

Jafnframt verður tilkynnt um val á viðskiptafræðingi/ hagfræðingi ársins 2011. Icelandair hlaut þekkingarverðlaunin í fyrra og Birki Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair var valinn viðskiptafræðingur ársins 2010.

Íslensku þekkingarverðlaunin verða afhent fimmtudaginn 15. mars n.k. á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 16:00-17:00 Í boði verða léttar veitingar og er aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn.

Styrktaraðilar Íslensku þekkingarverðlaunanna eru: Gamma, Landsvirkjun, Marel, TM, Vífilfell, Össur.