Eimskip heldur áfram örum vexti sínum á hlutabréfamarkaði, en félagið hækkaði um 7% í dag og standa bréf þess nú í 383 krónum á hlut. Íslandsbanki hækkaði næstmest, eða um 3,3%, og standa bréf félagsins nú í 103 krónum á hlut, sem er 24 krónum yfir útboðsgenginu.

Skeljungur kom þar á eftir, en hlutabréf félagsins hækkuðu um 2,6% í dag. Arion kom þar á eftir og hækka hlutabréf bankans um 2,4%. Arion átti jafnframt langsamlega mestu veltu dagsins, en hún nam tæplega 1,4 milljörðum króna. Þá hækkaði Úrvalsvísitalan um 1,5% í dag.

Eik fasteignafélag lækkaði mest allra skráðra félaga í dag, eða 2%. Festi fylgir þar á eftir, en félagið lækkaði um tæpt prósentustig í dag.