Stefnt er að skráningu Eimskipafélags Íslands á markað seinni hluta ársins 2012 og bjóða á út hlutafé til bæði fagfjárfesta og almennra fjárfesta. Eiginfjárhlutfall félagsins er hátt eða um eða yfir 60%, sem er án alls vafa of hátt hlutfall svo það nái að skila ásættanlegri arðsemi á eigið fé fyrir fjárfesta. Því má reikna með að gerðar verði breytingar á efnahagnum áður en til skráningar kemur. Eimskip situr auk þess á óvenjulega miklu lausu fé: um síðustu áramót átti félagið rúmar 50 milljónir evra eða um átta milljarða í ígildi reiðufjár, þar af voru 37,5 milljónir evra í bankainnstæðum og 12,8 milljónir í verðbréfum. Til samanburðar má nefna að vaxtaberandi skuldir félagsins námu um 65 milljónum evra í lok september.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.