Þegar Eimskip var skráð á markað þann 16. apríl árið 2012 var útboðsgengi félagsins 208 krónur á hlut. Síðan þá hefur það vissulega tekið sveiflum líkt og gengur og gerist en síðastliðinn fimmtudag féll það niður fyrir úboðsgengið í 206 krónur á hlut.

Frá þeim degi hefur gengið tekið að rísa, líkt og gildir um flest félögin í Kauphöllinni, eftir að stjórnvöld tilkynntu áform um afléttingu gjaldeyrishafta.

Gengi félagsins hefur hækkað um 0,46% í dag og stendur nú í 219 krónum á hlut.