K-90 vísitala hlutabréfaverðs, sem Greining Íslandsbanka styðst við, hefur lækkað um 5,5% á árinu. Vísitalan lýsir hlutabréfaverði þeirra níu félaga sem virkasta verðmyndun. Undantekningarnar eru Reginn, Hagar og Vodafone.

Lækkunin er mismikil eftir félögum og í þeim tilfellum sem arðgreiðsla hefur farið fram þarf eðlilega að horfa til gengisbreytingarinnar með það í huga. Greining Íslandsbanka segir að gengisþróun hlutabréfa tveggja félaga skýrir lækkunina að mestu, Marel með áhrif til lækkunar upp á rúmlega 9 stig og Eimskip sem veldur um 2,4 stiga lækkun vísitölunnar. Önnur félög hafa minni áhrif á vísitöluna en áhrifin eru ýmist til hækkunar eða lækkunar. Greining Íslandsbanka segir að uppgjör bæði Eimskips og Marel hafi valdið fjárfestum vonbrigðum.

Greining Íslandsbanka segir ljóst að nýskráningar á Aðallista Kauphallarinnar í ár verði eitthvað færri en við og aðrir gerðum ráð fyrir í upphafi árs. Að okkar mati er raunhæft að gera ráð fyrir nýskráningu þriggja félaga í ár, Sjóvá, HB Granda og Promens.