*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Innlent 17. október 2011 08:20

Eimskip pantar tvö ný gámaskip

Eimskipafélagið lætur smíða tvö ný gámaskip í Kína. Fjárfesting upp á 6 milljarða króna.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Eimskipafélagið hefur pantað tvö gámaskip frá Kína en með tilkomu þeirra eykst afkastageta fyrirtækisins um 17%. Alls er um að ræða 6 milljarða króna fjárfestingu. Skipin, sem eru þau fyrstu sem Eimskip lætur smíða fyrir sig í 15 ár, verða afhent árið 2013 gangi allt að óskum.

Morgunblaðið hefur eftir Gylfa Sigfússyni, forstjóra Eimskips, að skipunum sé ætlað að leysa Selfoss og Brúarfoss af hólmi en þau skip verða þó ekki seld heldur nýtt til annarra verkefna. Þá segir Gylfi að ný atvinnutækfifæri verði til fyrir farmenn enda sé það leiðarljós fyrirtækisins að ráða íslenskar áhafnir á skip sín.

Gylfi segir að umferð um íslenskar hafnir sé farin að aukast á ný og með nýju skipunum verði fyrirtækið betur í stakk búið að sinna þessari auknu umferð.

Stikkorð: Eimskip