Gámaþjónustan hf. hefur keypt rekstur Hafnarbakka af Eimskip. Hafnarbakki var stofnaður af Eimskip árið 1988. Frá upphafi hefur eitt af helstu verkefnum í rekstri verið sala og leiga á gámum og gámahúsum af ýmsum gerðum segir í fréttatilkynningu Eimskip.

Markaður fyrir sérhæfðar lausnir í gámahúsum hefur vaxið mjög á undanförnum árum og Hafnarbakki verið leiðandi á Íslandi í þróun slíkra lausna fyrir viðskiptavini sína m.a. í ferðaþjónustu og verktakastarsfemi. Hafnarbakki býður til sölu margar tegundir nýrra gáma af stærðinni frá 6-40 fet og einnig notaða vörugáma 20 og 40 feta ásamt því að bjóða upp á sérsmíðaða gáma og gámahús allt eftir óskum viðskiptavina.

Gámaþjónustan var stofnuð 1983 og hefur sérhæft sig í alhliða sorpþjónustu á landsvísu. Áhersla félagsins hefur alltaf verið að uppfylla þarfir viðskiptavina sinni í umhverfismálum í bráð og lengd. Fyrirtækið hefur verið í fararbroddi í söfnun endurvinnanlegs úrgangs. Núverandi starfsmenn Hafnarbakka munu starfa áfram að rekstrinum.

?Kaupin á Hafnarbakka er mikilvægur þáttur í að stækka félagið og veita viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu. Með þessum kaupum mun Gámaþjónustan hf. og Hafnarbakki sameiginlega geta boðið viðtækar lausnir varðandi alla gáma um allt land, til flutninga, geymslu og sem gámahús auk hefðbundinna gáma til söfnunar úrgangs.? segir Elías Ólafsson stjórnarformaður Gámaþjónustunnar hf. í tilkynningunni.