*

miðvikudagur, 26. febrúar 2020
Innlent 18. desember 2019 15:16

Eimskip selur tvö 24 ára gömul gámaskip

Gámaskipin Goðafoss og Laxfoss seld á um 480 milljónir króna. Verða afhent samhliða komu nýrra skipa frá Kína.

Ritstjórn
Bæði Goðafoss, sem er hér að ofan, og Laxfoss, hafa verið seld fyrir um 480 milljónir króna. Bæði skipin 24 ára gömul.
Aðsend mynd

Eimskip hefur komist að samkomulagi um sölu á tveimur gámaskipum félagsins fyrir 3,9 milljónir dollara eða 3,5 milljónir evra. Það samsarar um 481 milljón íslenskra króna miðað við núverandi gengi.

Goðafoss og Laxfoss eru 24 ára gömul, 1457 gámaeininga skip og hafa verið í rekstri félagsins í tæp 20 ár. Samhliða sölunni hefur verið gert samkomulag við kaupanda um að leigja skipin til baka.

Salan er liður í endurnýjun skipaflota Eimskip en félagið er nú með tvö 2150 gámaeininga skip í smíðum í Kína. Gert er ráð fyrir að Goðafoss og Laxfoss muni áfram verða í þjónustu á rauðu leiðinni, til og frá Skandinavíu, allt fram að afhendingu nýju skipanna og væntanlegt samstarf við grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line hefst sem er áætlað að verði öðrum ársfjórðungi 2020.

Salan mun því ekki hafa í för með sér breytingar á þjónustu til viðskiptavina eða siglingakerfi félagsins. Afhending á skipunum til kaupanda mun eiga sér stað í byrjun næsta árs.

Þar sem bókfært verð skipanna er hærra en sem nemur söluverði mun Eimskip færa um 1,2 milljónir evra í virðisrýrnun í gegnum afskriftir á fjórða ársfjórðungi 2019. Kaupin eru háð hefðbundnum fyrirvörum um kaup og sölu skipa.

Eins og áður hefur verið tilkynnt hefur Eimskip komist að samkomulagi um að selja þrjú af sex frystiskipum félagsins í Noregi ásamt því að leigja eitt þeirra til baka. Þar með hefur Eimskip selt eldri skip fyrirtækisins sem mun lækka meðalaldur eigin flota töluver

Stikkorð: Eimskip Goðafoss sala Royal Arctic Line Laxfoss