Eimskipafélag Íslands hefur samið við eigendur 90% að virði skuldabréfa í flokknum HFEIM081, útgefinn að verðmæti 1.610 milljónir króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar en greint er frá því að samkomulag er um að skuldabréfaeigendur falli frá gjaldfellingarákvæðum sínum og Eimskip hefur nú heimild til að fresta gjalddaga þar til 30 dögum eftir sölu eigna í Norður Ameríku er lokið en þó eigi síðar en 30. júní.

Þá verði öllum vaxtagreiðslum frestað yfir sama tímabil og gjaldfallnir vextir bætast við höfuðstól. Áður hefur verið tilkynnt um samskonar samkomulag við mikinn meirihluta eigenda skuldabréfaflokkanna HFEIM071 og HFEIM072.

Þá kemur fram að Eimskipafélagið vinnur jafnframt að samskonar samkomulagi við eigendur annarra skuldabréfaflokka útgefnum af félaginu.