Eimskipafélagið [ HFEIM ] skoðar það að skrá Versacold og Atlas á hlutabréfamarkað í Kanada, með það að markmiði að lækka verulega skuldastöðu Eimskipafélagsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Í tengslum við kaup Eimskips á kæli- og frystigeymslufyrirtækjunum Versacold og Atlas í Bandaríkjunum og Kanada á árinu 2007, var ákveðið að vinna að sölu á hluta af eignum félaganna,  með endurleigu. Frá kaupum hafa verið seldar eignir að verðmæti um 462 milljónir evra (690 milljónir kanadískra dala), sem voru endurleigðar.

Ný stjórn félagsins hefur ákveðið að hverfa frá frekari sölu eigna og meta aðra kosti, ss. að skoða möguleika þess að skrá Versacold og Atlas á hlutabréfamarkað í Kanada.