Eimskip hefur sent frá sér tilkynningu vegna tilvísunar til samskipta félagsins við Nýherja í aðkomuviðvörun Nýherja.

Í aðkomuviðvörun Nýherja segir að félagið telji sig knúið til þess að senda út tilkynningu til Kauphallarinnar vegna viðskiptavinar og óvissu hvort að háar viðskiptakröfur fáist greiddar. Viðskiptavinurinn um um ræðir er Eimskip.

Eimskip sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu í morgun:

?Í ljósi umfjöllunar um að Eimskip sé viðskiptavinur Nýherji, sem vísað er til í nýlegri afkomuviðvörun frá Nýherja, vill Eimskip koma eftirfarandi á framfæri:

Fyrsta september 2004 samdi Eimskip við Nýherja um innleiðingu á SAP upplýsingakerfi. Afhending kerfisins er áætluð 31. október nk., níu mánuðum eftir umsaminn afhendingardag. Kerfið virkar vel og mun skila þeim ávinningi fyrir Eimskip sem til var ætlast. Áframhaldandi þróun á SAP mun eiga sér stað hjá Eimskip á næstu árum og kerfið þannig verða sá hornsteinn í þjónustu fyrirtækisins sem til er ætlast.

Hvað varðar skilgreiningu á verkinu vísar Eimskip til umfangsmikils samnings við Nýherja þar sem samið var á föstu verði og allar þarfir Eimskips tilteknar í viðamikilli kröfulýsingu. Sú kröfulýsing hefur frá upphafi legið til grundvallar allri vinnu við uppsetningu kerfisins."