Nasdaq tilkynnti í morgun að þrjú félög koma ný inn í OMX Iceland 10 (OMXI 10) vísitöluna. Vísitalan, sem er einnig þekkt sem Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland. Breytingin tekur gildi á mánudaginn 3. janúar 2022.

Félögin sem koma inn eru Eimskip, Síldarvinnslan og Íslandsbanki. Síldarvinnslan og Íslandsbanki voru bæði skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar í maí og júní. Síðan þá hefur gengi útgerðarfélagsins hækkað um 66% og gengi Íslandsbanka um 54%. . Markaðsvirði Eimskips hefur tvöfaldast á einu ári.

Í stað þeirra fara Iceland Seafood International, VÍS og fasteignafélagið Reitir úr vísitölunni. Hlutabréfaverð umræddra félaga hefur hækkað um 17%-39% á árinu.

Úrvalsvísitalan er samsett af þeim tíu félögum sem mest viðskipti eru með á hlutabréfamarkaði Nasdaq Iceland. Endurskoðun á sér stað tvisvar á ári og tekur ný samsetning vísitölunnar gildi í janúar og júlí ár hvert. Þann 3. janúar næstkomandi verður vísitalan samsett af eftirfarandi félögum:

  • Arion banki
  • Eimskip
  • Festi
  • Hagar
  • Icelandair
  • Íslandsbanki
  • Kvika banki
  • Marel
  • Síldarvinnslan
  • Síminn