Eimskipafélagið [ HFEIM ] hefur tapað 882 milljónum króna vegna sölutryggingar á hlutum fyrrverandi forstjóra félagsins, Baldurs Guðnasonar, samkvæmt upplýsingum í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Baldur fékk kaupréttarsamning og sölutryggði bréfin 27. apríl á síðasta ári á genginu 37,76. Dagslokagengi bréfanna var 24,7 síðasta föstudag.

Um er að ræða kaup á 67.567.568 hlutum.

Eftir viðskiptin eykst hlutfall eigin bréfa Eimskipafélagsins í 5,55% úr 1,95%.