Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,23% í tæplega 1,6 milljarða króna viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.703,82 stigum. Aðalvísitala Skuldabréfa lækkaði hins vegar um 0,02% í tæplega 1,1 milljarða viðskiptum og fór hún niður í 1.341,10 stig.

Eina fyrirtækið sem lækkaði í virði í viðskiptum dagsins var Nýherji, sem lækkaði um 0,86% í mjög litlum, tæplega 3 milljóna, viðskiptum. Fór gengi bréfa félagsins niður í 28,95 krónur.

Eimskipafélagið hækkaði hins vegar umtalsvert eða um 5,04% 442 milljón króna viðskiptum sem jafnframt voru mestu viðskiptin í kauphöllinni í dag.

Næst mest hækkaði gengi bréfa Reita fasteignafélags, eða um 2,38% og fór það upp í 86,20 krónur í 262 milljón króna viðskiptum. Hins vegar voru næst mestu viðskiptin með bréf Icelandair eða 282 milljóna króna viðskipti, en gengi bréfanna stóð í stað í 15,30 krónum.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 1% í dag í 1,6 milljarða viðskiptum. Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði lítillega í dag í 0,5 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 0,3 milljarða viðskiptum.