Nýtt skipulag hefur tekið gildi hjá Eimskip að því er kemur fram í frétt frá félaginu. Sex afkomueiningar eru í hinu nýja skipulagi, skipt upp eftir landfræðilegri legu.

Í fréttinni kemur fram að umsvif Eimskips hafa aukist verulega á síðustu misserum og hefur velta félagsins þrefaldast á síðustu 2 árum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styðja við þennan mikla vöxt og styrkja innviði félagsins til frekari vaxtar í framtíðinni.

Sex afkomueiningar eru í hinu nýja skipulagi, skipt upp eftir landfræðilegri legu. Til að tryggja ákveðna samþættingu og samvinnu á milli afkomusvæðanna hefur verið sett á laggirnar eining sem mun vinna þvert á samstæðuna.

"Eftir mikinn innri vöxt og kaup á fyrirtækjum á síðustu tveimur árum þurftum við að laga skipulag félagsins að breyttum aðstæðum í starfsemi okkar," segir Baldur Guðnason forstjóri Eimskips í fréttinni.

Þar kemur fram að framtíðarsýn Eimskip er að viðhalda markaðsleiðandi forystu sem alhliða flutningafyrirtæki á Norður Atlantshafi, verða leiðandi aðili í styttri siglingum (short sea) á Eystrasaltssvæðinu og í Rússlandi og verða lykilaðili í hitastýrðum flutningum á heimvísu.

Grunnstefna Eimskips lítur að því að reka flutningakerfi, bæði á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt þannig að viðskiptavinir geti ekki fundið hagkvæmari eða betri þjónustu.

Eimskip er með starfsemi í 21 landi og hjá fyrirtækinu starfa um 4000 starfsmenn