Einungis eitt framboð er til formanns Heimdallar þetta árið. Þegar framboðsfrestur rann út í gærkvöldi hafði framboð borist frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sitjandi formanni Heimdallar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Áslaugu. Áður hafði Heimir Hannesson tilkynnt að hann hygðist bjóða sig fram gegn sitjandi formanni.

Nú er því ljóst að sjálfkjörið verður í kjöri til formanns Heimdallar og stjórnar félagsins á aðalfundinum sem fer fram á miðvikudaginn. Áslaug verður því formaður Heimdallar og Einar Smárason varaformaður.