Í framkvæmdastjórn RÚV sitja tíu einstaklingar, níu karlmenn og ein kona. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri sagði á starfsmannafundi RÚV í morgun þar sem hann fór yfir bágborna fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins að stöðurnar verði allar auglýstar. Stefnt er á að skipa nýja framkvæmdastjórn um miðjan apríl.

Í framkvæmdastjórn sitja auk Magnúsar Geirs, þau Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjónvarps, fjármálastjórinn Bjarni Kristjánsson, Eyjólfur Valdimarsson sem hefur verið yfr tæknimálum RÚV, fréttastjórinn Óðinn Jónsson, Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri R'UV, Magnús R. Einarsson, dagskrárstjóri útvarps, markaðsstjórinn Þorsteinn Þorsteinsson og Berglin G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri. Þá á Ingólfur Bjarni Sigfússon, yfirmaður nýmiðla og vefstjóri RÚV, sæti í framkvæmdastjórn RÚV.

Auk þess sem nýjar stöður framkvæmdastjórnar verði auglýstar muni verða stokkað upp í skipulaginu. Sem dæmi verði dagskrárstjórnum yfir útvarpi fjölgað úr einum í tvo og bæði Rás 1 og 2 verða sérhæfari.