Flugsýningin í Farnborough hófst formlega í dag. Þetta er ein stærsta flugsýning sem haldin er í heiminum. Hún er haldin annað hvert á á Farnborough-flugvellinum í Bretlandi en hún er bæði fyrir almenning og alþjóðlega flugrekstraraðila.

Fyrstu dagar flugsýningarinnar eru eingöngu fyrir fagaðila innan flugiðnaðarins en samkvæmt vefsíðu sýningarinnar voru rúmlega 1.500 fyrirtæki á sýningunni á síðustu sýningunni árið 2012 en viðskiptasambönd voru mynduð og pantanir gerðar það árið fyrir um 72 milljarða Bandaríkjadollara. Yfir 100.000 gestir voru á síðustu sýningu ef aðeins eru taldir gestir á fyrstu sýningardögunum.

Þema almennu sýningarinnar verður 100 ára flugsagan og af því tilefni verða flugvélar frá hverjum áratugi síðustu aldar til sýnis.