Vodafone hefur selt 45% hlut sinn í Verizon Wireless í Bandaríkjunum. Þetta er ein stærsta fyrirtækjasala sögunnar. Kaupandinn er Verizon Communications en fyrirtækin tvö hafa bitist um yfirráð í Verizon Wireless að undanförnu. Söluandvirðið á hlutnum nemur 130 milljörðum bandaríkjadala. Vodafone staðfesti söluna eftir að kauphöllin í London lokaði í dag.

Hlutabréf í Vodafone hækkuðu um 3,4% í dag en sögusagnir um söluna höfðu kvisast út. Mikið hefur verið skrafað um það hvað Vodafone myndi gera tekjur af sölunni en nú hefur komið í ljós að um 60 milljarðar sterlingspunda fara í arð til fjárfesta og einnig verður ráðist í að þróa betur starfsemi fyrirtækisins.

BBC greindi frá.