Maria Alyokhina, einn þremenninganna úr hljómsveitinni Pussy Riot, hefur verið látin laus úr fangelsi í Rússlandi af mannúarástæðum. Hún sagði við rússneska ríkisútvarpið að um almannatengslabragð væri að ræða og hún hefði frekar viljað vera áfram í fangelsi.

Búist er við því að félagi hennar úr hljómsveitinni, Nadezhda Tolokonnikova, verði látin laus síðar í dag. Þetta kemur fram á vef BBC . Þær voru fangelsaðar í ágúst í fyrra fyrir guðlast eftir að hafa sungið mótmælasöng í kirkju í Moskvu. Dómurinn var gagnrýndur harðlega.

Þriðja konan úr Pussy Riot, Yekaterina Samutsevich, var einnig dæmd en síðar látin laus eftir að dómnum hafði verið áfrýjað.