Sumarið er á næsta leyti. Á meðan margir eru búnir að bóka hverja einustu helgi láta aðrir hjartað ráða för og skipuleggja sem minnst.

Einar Bárðarson
Einar Bárðarson

"Við hjónin erum ekki búinn að ákveða beint hvað við ætlum að gera. Við höfum notað sumarið síðustu ár mest til þess að ferðast innanlands. Fórum í mjög eftirminnilega ferð til Seyðisfjarðar í fyrra og skemmtilega ferð til Vestfjarða árið þar áður. Ég á von á því að við gerum eitthvað sambærilegt í sumar," segir Einar Bárðarson forstöðumaður höfuðborgarstofu.

Einar og fjölskylda hans ætla einnig að heimsækja foreldra hans í sveitina og kíkja á Selfoss: "Ég er reyndar með augastað á hjólaferð um Fjallabaksleið en ég er ekki viss um að konan mín nenni með mér í þá ferð en maður veit aldrei. En það er þó ekki langt síðan ég fór að meta það að taka mér frí, það er að segja slökkva á símanum horfa upp í sólina og halda utan um konuna og börnin. Það hleður mann orku og veitir lífsgleði."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.