Einar Bendediktsson, bankaráðsmaður Landsbankans og forstjóri Olís sendi frá sér svohljóðandi yfirlýsingu:"Í ljósi þeirrar umræðu, sem orðið hefur í þjóðfélaginu í kjölfar birtingar skýrslu Samkeppnisstofnunar um meint samráð olíufélaganna, hef ég ákveðið að taka ekki þátt í störfum bankaráðs Landsbanka Íslands hf. fyrst um sinn, þar til annað verður ákveðið. Mun varamaður gegna störfum mínum í bankaráðinu á meðan.
Þessa ákvörðun tek ég einvörðungu til þess að Landsbanka Íslands hf. verði ekki blandað inn í mál sem honum eru með öllu óviðkomandi."