„Ég er að fara í lögmennsku og er að fara að vinna hjá lögmannsstofunni Lex,“ segir Einar Ingimundarson í samtali við Viðskiptablaðið.

Einar hefur undanfarin fimm ár starfað hjá Íslenskum verðbréfum og þar af sem framkvæmdastjóri síðustu tvö ár. Hann segir að það leggist ágætlega í sig að snúa sér að lögmannsstörfum.

„Þetta hefur bara tekið lengri tíma en áætlað var,“ segir Einar aðspurður um hvort hann hefði ekki vilja klára söluferlið sem Íslensk verðbréf eru í en beðið er eftir staðfestingu á kaupum MP banka á fyrirtækinu.