Einir ehf., félag Einars Arnar Ólafssonar, stjórnarformanns Play, hagnaðist um 834 milljónir í fyrra og 507 milljónir króna árið 2019.

Vaxta- og fjármunatekjur félagsins námu 846 milljónum króna og stóðu undir öllum rekstrartekjum félagsins.

Einir er meðal stærstu hluthafa Stoða og var stór hluthafi í Löðri og Dælunni sem Skeljungur keypti fyrr á þessu ári. Þá á Einir þriðjungshlut í Fiskisundi sem varð stærsti hluthafi Play eftir fjárfestingu í flugfélaginu í vor.

Eignir Einis námu tæpum 3,4 milljörðum króna í lok árs 2020 og eigið fé tæplega 3,4 milljörðum. Félagið er svo til skuldlaust.