Einar Benediktsson, forstjóri Olís, hefur gegnt starfi í rúmlega 21 ár og hefur enginn annar forstjóri stýrt félaginu jafn lengi. Í Morgunblaðinu í dag segir að með því að vera kominn á 22. árið í forstjórastólnum hafi Einar jafnað met Héðins Valdimarssonar, fyrsta forstjóra Olís. Hann stýrði fyrirtækinu frá árinu 1927 til 1948 eða í 21 ár.

Í blaðinu segir að þeir sem komu á eftir hafi setið skemur. Hreinn Pálsson var forstjóri Olís í 18 ár, Önundur Ásgeirsson í 15 ár, Þórður Ásgeirsson í fimm ár og Óli Kr. Sigurðsson, sem gjarnan var kallaður Óli í Olís, var forstjóri í sex eða frá árinu 1986 til 1992 þegar hann lést.