Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður hefur gengið til liðs við eigendahóp Lögfræðistofu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Einar Hugi lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi ári seinna. Hann öðlaðist réttindi sem hæstaréttarlögmaður í maí 2012. Einar Hugi starfaði hjá Mörkinni lögmannsstofu árin 2005 til 2008. Hann var einn af eigendum Íslensku lögfræðistofunnar frá 2008 til 2014 og Atlas lögmanna frá 2014 til 2017.

Einar Hugi hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga um lengri og skemmri tíma oftast tengt lögmannsstörfum. Einar hefur einnig setið í ýmsum nefndum á vegum hins opinbera nú síðast í stjórnarskrárnefnd 2013 til 2017. Frá árinu 2013 hefur Einar sinnt stundakennslu við lagadeild Háskóla ÍslandsEinar Hugi sinnir allri almennri lögfræðiþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila en sérsvið hans eru samninga- og kröfuréttur, eignarréttur, skaðabótaréttur, refsiréttur, félagaréttur og málflutningur fyrir dómstólum.

Hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur starfa nú sautján lögmenn, þar af átta með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti.