Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sækir árlegan fund forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem haldinn verður í Ilulissat á Grænlandi, í boði danska þingsins, í dag og á morgun.

Þingforsetarnir munu meðal annars ræða það sem efst er á baugi í stjórnmálum og starfi þjóðþinganna á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum. Einnig verður sérstök umræða um varnarsamvinnu landanna, samstarf við Austur Evrópuríki og aðgengi að þjóðþingunum.

Einar K. mun flytja framsögu um stjórnarskrárbreytingar og hvaða lærdóm megi draga af ferlinu á Íslandi, að því er fram kemur á vef Alþingis.