Forsætisráðherra hefur skipað Einar Karl Hallvarðsson hrl. í embætti ríkislögmanns til fimm ára.

Einar Karl er fæddur árið 1966 og lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1993.

Hann hefur starfað hjá embætti ríkislögmanns frá árinu 1994 og verið settur ríkislögmaður frá 1. desember í fyrra þegar Skarphéðinn Þórisson fór í veikindaleyfi og óskaði eftir lausn frá störfum í framhaldinu.

Einar Karl Hallvarðsson
Einar Karl Hallvarðsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Hér sést Einar Karl t.v. ásamt Ragnari Aðalsteinssyni hrl.