Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins var það Einar Sveinsson, fjárfestir, sem í dag keypti Áningu-fjárfestingar af þeim Benedikt Jóhannessyni, stjórnarformanni Nýherja, og Þórði Sverrissyni, forstjóra Nýherja.

Áning er einn stærsti hluthafi Nýherja og á tæpa 30 milljónir hluta í félaginu, eða 7,4% hlutafjár. Aðeins Vænting hf., Stafir lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verzlunarmanna eru stærri.