Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur þremur einstaklingum vegna meintra brota þeirra á samkeppnislögum í olíusamráðsmálinu svokallaða.

Þeir sem hafa verið ákærðir eru Kristinn Björnsson, fyrrum forstjóri Skeljungs, Geir Magnússon fyrrum forstjóri Olíufélagsins og Einar Benediktsson, forstjóri Olís. Ákæran er í 27 liðum.

Ríkissaksóknari hefur tekið ákvörðun um að ákæra ekki aðra sem höfðu stöðu sakborninga við rannsókna málsins.

1
ÁKÆRA
RÍKISSAKSÓKNARI

gjörir kunnugt:
Að höfða ber opinbert mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur
Einari Benediktssyni, kennitala 060551-7319, Neströð 5, Seltjarnarnesi,
Geir Magnússyni, kennitala 110242-3529, Baugtanga 8, Reykjavík og
Kristni Björnssyni, kennitala 170450-3619, Fjólugötu 1, Reykjavík
fyrir brot gegn samkeppnislögum,
með því að hafa, á tímabilinu frá 1. mars 1993 til ársloka 2001, ákærði Geir sem forstjóri
Olíufélagsins hf., ákærði Einar sem forstjóri Olíuverzlunar Íslands hf. og ákærði Kristinn
sem forstjóri Skeljungs hf., haft ólögmætt samráð, ýmist sjálfir eða fyrir milligöngu
undirmanna sinna, með það að markmiði að hafa áhrif á og koma í veg fyrir samkeppni
milli félaganna, með innbyrðis samningum og samstilltum aðgerðum í tengslum við gerð
tilboða og við sölu á vörum til viðskiptavina þeirra, með því að skipta milli félaganna
mörkuðum, og við ákvörðun söluverðs, afsláttar, álagningar og viðskiptakjara, auk þess
að skiptast á ýmsum upplýsingum um viðskipti þeirra og hegðun á markaði svo sem hér
greinir:
I. Samráð við gerð tilboða
1. Útboð Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Ríkiskaupa og Útgerðarfélags
Akureyringa 1996
Í tengslum við útboð:
a. Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, nr. 96011/ISR, vegna kaupa á gasolíu,
bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur
og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar með skilafrest tilboða til 1. ágúst 1996, sem
lengdur var til 17. september 1996,
b. Ríkiskaupa, nr. 10474, vegna kaupa á gasolíu og smurolíum á skip og eldsneyti
fyrir þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar með skilafrest tilboða til 9. júlí 1996,
sem lengdur var til 17. september 1996, og
c. Útgerðarfélags Akureyringa vegna kaupa á smurolíum og olíuvörum fyrir félagið
með skilafrest tilboða til 30. júlí 1996, sem lengdur var til 17. september 1996,
höfðu Olíufélagið hf., Olíuverzlun Íslands hf. og Skeljungur hf., fyrir tilstilli ákærðu, með
sér ólögmætt samráð í formi samninga og samstilltra aðgerða við gerð tilboða og
2
ákvörðun verðs, með það að markmiði að hafa áhrif á og koma í veg fyrir samkeppni
milli félaganna, þegar ákærðu funduðu 3., 17. og 22. júlí, 12. september og tvívegis 16.
september 1996 og skiptust á upplýsingum um verð og útreikninga á framlegð, ýmist
sjálfir eða fyrir milligöngu undirmanna sinna, og leituðust við að komast að samkomulagi
um fyrirkomulag tilboða félaganna, en ákærðu komu sér saman um að tryggja Skeljungi
hf. viðskipti við Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar og Ríkiskaup með því að það félag
byði lægst á útboðum þeirra gegn því að skila Olíuverzlun Íslands hf. og Olíufélaginu hf.
hlutdeild í framlegð félagsins af sölunni. Tilraunir ákærðu til að ná samkomulagi um verð
sem skyldu boðin á útboði Útgerðarfélags Akureyrar, báru ekki árangur. Ríkiskaup fyrir
hönd Landhelgisgæslunnar hafnaði að loknu útboðinu öllum tilboðum, en
Reykjavíkurborg gekk til samninga við Skeljung hf. á grundvelli tilboðs félagsins.
2. Útboð dómsmálaráðuneytisins 1996
Í tengslum við útboð Ríkiskaupa nr. 10661 í október 1996 sem óskaði fyrir hönd
dómsmálaráðuneytisins eftir tilboðum í sölu á eldsneyti á ökutæki fyrir lögreglu og önnur
embætti sem heyrðu undir dómsmálaráðuneytið, með skilafrest tilboða til 12. desember
1996, höfðu Olíufélagið hf., Olíuverzlun Íslands hf. og Skeljungur hf., fyrir tilstilli
ákærðu sjálfra og fyrir milligöngu undirmanna þeirra, með sér ólögmætt samráð í formi
samninga og samstilltra aðgerða með það að markmiði að hafa áhrif á og koma í veg fyrir
samkeppni milli félaganna við gerð tilboða og ákvörðun verðs, þegar Þórólfur Árnason,
starfsmaður Olíufélagsins hf., Jón Halldórsson, starfsmaður Olíuverzlunar Íslands hf., og
Gunnar Karl Guðmundsson, starfsmaður Skeljungs hf., funduðu fyrir hönd félaganna 11.
desember 1996, skiptust á upplýsingum um tilboðsverð, komu sér saman um hvaða verð
hvert félag skyldi bjóða á útboðinu, að Olíufélagið hf. skyldi bjóða lægst og leituðu
samninga um að Olíufélagið hf. skipti framlegð af viðskiptum félagsins í framhaldi af
útboðinu með hinum félögunum tveimur. Ríkiskaup höfnuðu öllum tilboðum að útboðinu
loknu.
3. Útboð Vestmannaeyjabæjar 1997
Í tengslum við útboð bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar á öllum viðskiptum bæjarins og
stofnana hans á eldsneyti, olíuvörum og öðrum vörum, þ.e. eldsneyti og olíuvörum fyrir
bifreiðar, flotaolíu fyrir díselvélar, svartolíu og aðrar olíuvörur fyrir kyndistöð
Bæjarveitna, svartolíu og flotaolíu ásamt öðrum olíuvörum fyrir Sorpeyðingu
Vestmannaeyja, sem fram fór fyrri hluta árs 1996 með skilafrest tilboða til
miðvikudagsins 23. apríl 1996, höfðu Olíufélagið hf., Olíuverzlun Íslands hf. og
Skeljungur hf., fyrir tilstilli ákærðu sjálfra og fyrir milligöngu undirmanna þeirra, með sér
ólögmætt samráð í formi samninga og samstilltra aðgerða með það að markmiði að hafa
áhrif á og koma í veg fyrir samkeppni milli félaganna, við gerð tilboða og ákvörðun
verðs, með því að starfsmenn félaganna upplýstu hver annan um væntanleg tilboð
félaganna, verð þau sem boðin yrðu og leituðu samninga um skiptingu framlegðar af
viðskiptum félaganna við Vestmannaeyjabæ í framhaldi af útboðinu. Hafði þetta þær
afleiðingar að tilboðsverð félaganna voru að mestu miðuð við verð í verðlistum þeirra án
afsláttar.
3
4. Útboð Íslenska álfélagsins hf. 1997
Í tengslum við útboð Íslenska álfélagsins hf., ÍSAL, nr. 44285, sem óskaði í ágúst 1997
eftir tilboðum í sölu á svartolíu, gasolíu og bensíni til félagsins með skilafrest tilboða til
15. september 1997, höfðu Olíufélagið hf., Olíuverzlun Íslands hf. og Skeljungur hf., fyrir
tilstilli ákærðu sjálfra og fyrir milligöngu undirmanna þeirra, með sér ólögmætt samráð í
formi samninga og samstilltra aðgerða með það að markmiði að hafa áhrif á og koma í
veg fyrir samkeppni milli félaganna við gerð tilboða og ákvörðun verðs, þegar þeir
sammæltust um tilboðsverð og ákváðu að viðhalda því fyrirkomulagi að Skeljungur hf.
sæti eitt félaga að viðskiptum við ÍSAL og byði í því skyni lægst á útboðinu gegn því að
halda áfram að greiða hinum félögunum hlutdeild í framlegð af viðskiptum Skeljungs hf.
við ÍSAL, en fyrirkomulag þetta var við lýði fram á árið 2001.
5. Útboð Íslenska járnblendifélagsins hf. 2000
Í tengslum við verðkönnun/útboð Íslenska járnblendifélagsins hf., sem óskaði 4. febrúar
2000 eftir tilboðum í sölu á gasolíu, bensíni, smurolíum og öðrum rekstrarvörum til
félagsins, með skilafrest tilboða til 22. febrúar 2000, höfðu Olíufélagið hf., Olíuverzlun
Íslands hf. og Skeljungur hf., fyrir tilstilli ákærðu sjálfra og fyrir milligöngu undirmanna
þeirra, með sér ólögmætt samráð í formi samninga og samstilltra aðgerða með það að
markmiði að hafa áhrif á og koma í veg fyrir samkeppni milli félaganna við gerð tilboða
og ákvörðun verðs, þegar þeir skiptust á upplýsingum og ræddu sjónarmið félaganna um
tilboðsverð á útboðinu og að Olíuverzlun Íslands hf. héldi viðskiptum við Íslenska
járnblendifélagið hf. Olís fékk viðskiptin að útboðinu loknu. Samráð ákærðu átti sér
meðal annars stað með því að:
a. Ákærðu Einar og Kristinn ræddu 14. febrúar 2000 í síma um útboðið.
b. Ákærðu Einar og Kristinn funduðu 16. febrúar 2000 og ræddu útboðið.
c. Ákærðu funduðu allir 18. febrúar 2000 þar sem rædd voru í tengslum við útboðið
ýmis uppgjörsmál vegna viðskipta við Íslenska járnblendifélagið og skipst á
upplýsingum um væntanlega þátttöku í útboðinu.
II. Markaðsskipting
6. Afgreiðsla flugvélaeldsneytis á Reykjavíkurflugvelli
Í tengslum við stofnun og rekstur rekstrarfélags um rekstur sameiginlegrar
afgreiðslustöðvar fyrir flugvélaeldsneyti á Reykjavíkurflugvelli, sem hlaut heitið
Eldsneytisafgreiðslan á Reykjavíkurflugvelli sf., og var í sameiginlegri eigu Skeljungs hf.
og Olíuverzlunar Íslands hf., höfðu félögin tvö, fyrir tilstilli ákærðu Einars og Kristins
sjálfra og fyrir milligöngu undirmanna þeirra, með sér ólögmætt samráð með það að
markmiði að hafa áhrif á og koma í veg fyrir samkeppni milli félaganna, þegar Hörður
Helgason, starfsmaður Olíuverzlunar Íslands hf., og Bjarni Snæbjörn Jónsson,
starfsmaður Skeljungs hf., gerðu samkomulag dags. 28. apríl 1994 um að hefja viðræður
með það að markmiði að öll sala á eldsneyti á Reykjavíkurflugvelli yrði á einni hendi og
að reynt yrði að tryggja „að það mynstur fastra viðskipta“ sem þá var á sölu
flugvélaeldsneytis héldist og lauk þeim viðræðum með því að ákærðu Einar og Kristinn
undirrituðu samning um fyrirkomulag rekstrarins dags. 31. mars 1995, þar sem kveðið
var á um í viðauka nr. 2 við samninginn, sem dagsettur var sama dag, að sala til „erlendra
4
ósamningsbundinna viðskiptaaðila á Reykjavíkurflugvelli“ yrði skipt að jöfnu milli
félaganna og að þáverandi „föst og samningsbundin viðskipti“ hvors félags við innlenda
viðskiptavini yrði „með óbreyttum hætti á gildistíma samningsins“. Samningurinn kvað
einnig á um að skipting sölu „færi fram mánaðarlega í gegnum birgðir“ eins og fordæmi
voru um í sambærilegum tilfellum. Samningurinn var með gildistíma til 31. desember
1998, en var framlengdur af ákærðu 30. apríl 1999 allt til 31. desember 2001, og var
honum ætlað að tryggja markaðsskiptingu á sölu flugvélaeldsneytis á
Reykjavíkurflugvelli milli félaganna og koma í veg fyrir samkeppni þeirra á milli í þeim
viðskiptum.
7. Sala til erlendra skipa
Í tengslum við sölu Olíufélagsins hf., Olíuverzlunar Íslands hf. og Skeljungs hf. á
eldsneyti til erlendra skipa í íslenskum höfnum frá 1. maí 1993 til ársloka 2001, höfðu
félögin, fyrir tilstilli ákærðu sjálfra og fyrir milligöngu undirmanna þeirra, með sér
ólögmætt samráð með það að markmiði að hafa áhrif á og koma í veg fyrir samkeppni
milli félaganna, þegar ákærðu fólu undirmönnum sínum að gera, fyrir hönd félaganna,
samning dags. 30. júlí 1993 með tveggja ára gildistíma frá 1. maí 1993 að telja, sem
undirritaður var af Bjarna Bjarnasyni, starfsmanni Olíufélagsins hf., Herði Helgasyni,
starfsmanni Olíuverzlunar Íslands hf., og Bjarna Snæbirni Jónssyni, starfsmanni
Skeljungs hf., sem síðar var framlengdur með að mestu samhljóða samningi í framhaldi
af fundum ákærðu 22. og 30. mars 1995 frá 1. maí 1995 að telja og giltu ákvæði
samninganna sem samstarfsgrundvöllur félaganna í viðskiptum þeirra við erlend skip í
íslenskum höfnum allt til ársloka 2001. Miðvikudaginn 27. mars 1996 funduðu Garðar
Steindórsson, Þórólfur Árnason, starfsmenn Olíufélagsins hf., Jón Halldórsson,
starfsmaður Olíuverzlunar Íslands hf., og Þorsteinn Pétursson, starfsmaður Skeljungs hf.,
að undirlagi ákærðu, og ræddu tillögu Olíuverzlunar Íslands hf. um viðbót við 1. gr.
gildandi samkomulags. Með samningum þessum ákváðu ákærðu, auk þess sem lýst er í
18. tölulið ákæru, að skipta mörkuðum milli félaganna þannig að allri sölu þeirra til
erlendra skipa skyldi „skipt mánaðarlega milli félaganna“ „eftir söluverðmæti í
fjárhagsbókhaldi en eftir magni í birgðabókhaldi“ í þeim hlutföllum að Olíuverzlun
Íslands hf. fengi 30,5 %, Olíufélagið hf. 39,0 % og Skeljungur hf. 30,5 % af
heildarsölunni. Félögin tilnefndu einn starfsmann hvert til að annast framkvæmd
samningsins og skyldu þeir „hittast mánaðarlega og skiptast á umræddum sölutölum og
kostnaði“ samkvæmt nánari skilgreiningum í samningnum. Uppgjör fór þannig fram að
félögin jöfnuðu sölunni út sín á milli í samræmi við framangreindar prósentutölur með
því að gera hverju öðru, mánaðarlega á framangreindu tímabili, ýmist debet- eða
kreditreikninga fyrir þeim mismun á sölu undanfarandi mánaðar sem þurfti til að hvert
félag fyrir sig næði framangreindum hundraðshluta í heildarsöluverðmæti allra félaganna
til erlendra skipa.
8. Samráð um skiptingu markaða eftir svæðum
Á tímabilinu frá 21. febrúar 1995 til 13. júlí 1999 höfðu Olíufélagið hf., Olíuverzlun
Íslands hf. og Skeljungur hf. fyrir tilstilli ákærðu sjálfra og fyrir milligöngu undirmanna
þeirra, með sér ólögmætt samráð í formi samninga og samstilltra aðgerða, með það að
markmiði að hafa áhrif á og koma í veg fyrir samkeppni milli félaganna, þegar þeir
5
leituðust við og komu sér saman um skiptingu markaðssvæða með því að félögin skiptust
á að loka eldsneytisafgreiðslustöðvum sínum og/eða selja hverju öðru rekstur hinna
þannig að viðskiptin í tilgreindum kaupstað, kauptúni eða á tilgreindum svæðum, yrðu á
hendi eins félags í stað fleiri, eða þeirra saman, auk þess sem félögin höfðu samráð um að
loka og fækka afgreiðslustöðum, á tilgreindum svæðum svo sem hér greinir:
a. Þriðjudaginn 21. febrúar 1995 ritaði Thomas Möller starfsmaður Olíuverzlunar
Íslands hf. bréf til Þórólfs Árnasonar og Knúts Haukssonar, starfsmanna Olíufélagsins
hf., en bréfið sem bar yfirskriftina „Mögulegt samstarf til sparnaðar hjá Olíufélaginu
og Olís“, var liður í ólögmætu samráði félaganna um skiptingu markaða, en í bréfinu
voru settar fram tillögur um sparnað í 13 liðum, meðal annars með því að:
1. lagt var til að félögin héldu áfram samrekstri á bensínstöð á Flúðum,
2. lagt var til að Olíuverzlun Íslands hf. og Skeljungur hf. hættu sameiginlegum
rekstri bensínstöðvar á Þórshöfn í samkeppni við Olíufélagið hf. og leituðu
samkomulags um sameiginlegan rekstur þeirra þriggja,
3. lýst var áhuga á að fækka bensínstöðvum á Barðaströnd,
b. Þriðjudaginn 21. febrúar 1995 ritaði Thomas Möller, starfsmaður Olíuverzlunar
Íslands hf., bréf til Bjarna Snæbjörns Jónssonar og Þóris Harldssonar, starfsmanna
Skeljungs hf., en bréfið sem bar yfirskriftina „Mögulegt samstarf til sparnaðar hjá
Skeljungi og Olís“, var liður í ólögmætu samráði félaganna um skiptingu markaða, en
í bréfinu voru settar fram tillögur um sparnað í 18 liðum, meðal annars með því að:
1. lagt var til að félögin sameinuðu rekstur sinn á svæðinu Hella – Hvolsvöllur, með
samstarfi þeirra um að reisa eina þjónustumiðstöð og leggja niður þrjár
bensínstöðvar félaganna,
2. lýst var vilja til að félögin tækju upp þráðinn varðandi rekstur sameignilegrar
þjónustumiðstöðvar á Höfn í Hornafirði í þáverandi stöð Skeljungs hf. undir
rekstarstjórn Olíuverzlunar Íslands hf.,
3. lagt var til að félögin hættu sameiginlegum rekstri á Þórshöfn og leituðu samstarfs
við Olíufélagið hf.
4. lýst var vilja til að félögin tækju upp þráðinn um hugsanlega sameiginlega
fjárfestingu í bensínstöð á Sauðárkróki,
5. lýst var áhuga á að fækka bensínstöðvum á Barðaströnd,
6. lýst var vilja til að ljúka uppsetningu sameiginlegrar lykladælu á
Reykjavíkurhöfn,
7. lýst var vilja Olíuverzlunar Íslands hf. til að ræða tillögur Skeljungs hf. um að
Skeljungur hf. eignaðist og ræki eldsneytisafgreiðslur á Suðurströnd og Sandgerði
og Olíuverzlun Íslands hf. eignaðist og ræki eldsneytisafgreiðslur á Langatanga
og Básum.
c. Miðvikudaginn 3. maí 1995 funduðu Þórólfur Árnason og Thomas Möller,
starfsmenn Olíufélagsins hf. og Olíuverzlunar Íslands hf., ræddu og komust meðal
annars að niðurstöðu um:
1. óskir „hreppstjórans“ á Flúðum um að félögin auk Skeljungs hf. byggðu
þjónustumiðstöð við Hvítá og komu sér saman um að félögin byðu „eina tegund
af bensíni og diesel með tönkum og inniborði og plani í kringum dælurnar“ en að
félögin neituðu að byggja þjónustumiðstöðina, en ella fengi Skeljungur „dæmið til
sín“,
6
2. tillögu um að „Búðardalur og Þórshöfn yrðu lögð niður gegn því að Esso færi frá
Neskaupstað og Reyðarfirði“.
d. Þriðjudaginn 23. maí 1995 ritaði Thomas Möller, starfsmaður Olíuverzlunar Íslands
hf., minnisblað til Þórólfs Árnasonar og Bjarna Snæbjörns Jónssonar, starfsmanna
hinna félaganna tveggja, sem bar yfirskriftina „Aukið hagræði í bensínsölu,
hugsanlegir hagræðingarmöguleikar“ þar sem hann setti meðal annars fram
eftirfarandi tillögur Olíuverzlunar Íslands hf:
1. „Þriggja félaga stöð í Búðardal eða Esso með eina stöð og Olís/Shell hætta
rekstri.“
2. „Hvert félag leggi niður eina stöð á Barðaströnd. Olís hætti rekstri á Bæ í
Reykhólasveit, Esso hætti stöð X og Shell hætti stöð Y.“
3. „Esso leggi niður sína stöð á Vopnafirði. Shell verði einn á staðnum. Hugsanlega
þriggja stöðva stöð.“
4. „Shell og Esso hætti rekstri stöðvar sinnar á Dalvík, núverandi Olísstöð verði
rekin sem þriggja félaga stöð eða Olís verði eitt á staðnum.“,
5. „Mývatn – Olís og Shell loki sinni stöð, Esso verði eitt á staðnum eða þriggja
félaga stöð.“
6. „Þórshöfn á Langanesi. Olís og Shell loki sinni stöð, Esso reki eina stöð á
staðnum eða ein þriggja félaga stöð.“
7. „Neskaupstaður – Olís og Esso leggi niður sínar stöðvar, Olís kaupi Shell stöðina
og reki hana. Einnig hugsanlegt ein þriggja félaga stöð á staðnum.“
8. „Reyðarfjörður – Esso loki sinni stöð, Shell og Olís haldi áfram rekstri.“
9. „Olís/Esso leggi til dælur og inniborð á nýrri stöð á Flúðum.“
Föstudaginn 26. maí 1995 svaraði Bjarni Snæbjörn Jónsson framangreindum tillögum
Thomasar með tölvupósti til Thomasar og Þórólfs og lýsti afstöðu sinni fyrir hönd
Skeljungs hf. til hvers framangreindra 9 töluliða.
e. Miðvikudaginn 14. júní 1995 gerðu Skeljungur hf. og Olíuverzlun Íslands hf. með sér
samning „um eignaskipti á Neskaupsstað“ byggðan á tillögum í 7. tölulið í
minnisblaði Thomasar Möller frá 23. maí 1995, þar sem Skeljungur hf. skuldbatt sig
til að „hætta rekstri bensínstöðvar með tilheyrandi rekstri á Neskaupstað í a.m.k. tíu
ár“ jafnframt því að lýsa yfir að „félagið muni ekki selja eldsneyti til þriðja aðila á
Neskaupstað sem ætlað væri til endursölu á bifreiðar“. Skeljungur hf. seldi og
afsalaði Olíuverzlun Íslands hf. aðstöðu sína til bensín- og veitingasölu að
Hafnarbraut 19, Neskaupstað, 4. desember 1995, í samræmi við tillögur í 7. tölulið í
framangreindum tillögum, og yfirtók eignir Olíuverzlunar Íslands hf. að Strandgötu
14, Neskaupstað.
f. Á tímabilinu frá ágúst 1995 til 16. febrúar 1996, áttu Þórólfur Árnason, starfsmaður
Olíufélagsins hf., Thomas Möller, starfsmaður Olíuverzlunar Íslands hf., Bjarni
Snæbjörn Jónsson og Margrét Guðmundsdóttir, starfsmenn Skeljungs hf., samskipti
fyrir hönd félaganna, þar sem þau leituðu samkomulags um skiptingu markaðssvæða
milli félaganna um rekstur bensínstöðva í Búðardal, Dalvík, Eskifirði, Grindavík,
Hvolsvelli, Mývatni, Neskaupstað, Reyðarfirði, Seyðisfirði, Vopnafirði og Þórshöfn,
en samskipti félaganna fóru meðal annars fram með því að:
1. síðarihluta ágústmánaðar 1995 áttu Þórólfur Árnason og Thomas Möller viðræður
sem leiddu til þess að gerðar voru tillögur 28. ágúst, eða fyrr, um skiptingu
7
markaða milli félaganna þriggja á öllum framangreindum stöðum, nema á
Eskifirði og Grindavík, þar sem settar voru fram tillögur um hvaða félög rækju
bensínstöð á tilgreindum stöðum og hver hættu rekstri sínum þar,
2. mánudaginn 9. október 1995 funduðu Þórólfur Árnason, Thomas Möller og Bjarni
Snæbjörn Jónsson og ræddu samkeppnismálefni félaganna, meðal annars að
skipta markaðssvæðum bensínstöðva milli félaganna,
3. þriðjudaginn 17. október 1995 sendi Þórólfur Árnason Thomasi Möller bréf með
yfirskriftinni „breytingar á bensínstöðvum ESSO/OLÍS/SHELL“ þar sem gerðar
voru breytingar á tillögum sem komið höfðu fram í viðræðum þeirra í
ágústmánuði, þannig að viðskiptum á Dalvík og Hvolsvelli yrði ekki skipt en til
viðbótar markaðsskiptingu í Búðardal, Mývatni, Neskaupstað, Reyðarfirði,
Seyðisfirði, Vopnafirði og Þórshöfn, kæmi til markaðsskiptingar á Eskifirði,
4. fimmtudaginn 11. janúar 1996 funduðu Þórólfur Árnason, Thomas Möller og
Margrét Guðmundsdóttir og ræddu framkomnar tillögur um markaðsskiptingu þar
sem fram kom það skilyrði Skeljungs hf. að ekki væri fallist á að skipta
viðskiptum á Vopnafirði og að Skeljungur hf. krefðist þess að hin félögin tvö
gæfu yfirlýsingu um að hefja ekki rekstur bensínstöðva í Grindavík fyrr en eftir
næstu aldamót þar á eftir, eða í fimm ár, og gerðu fulltrúar félaganna tillögu að
samkomulagi sem síðar var samþykkt, sbr. g. lið hér á eftir,
5. fimmtudaginn 18. janúar 1996 funduðu Þórólfur Árnason, Thomas Möller og
Margrét Guðmundsdóttur um nokkur samkeppnismál félaganna meðal annars um
framangreindar tillögur sem þeir tveir fyrrnefndu voru tilbúnir að undirrita, en
Margrét áréttaði fyrirvara um skiptingu í Grindavík,
6. fimmtudaginn 15. febrúar 1996 funduðu Þórólfur Árnason, Thomas Möller og
Margrét Guðmundsdóttir og ákváðu að samkomulag félaganna um skiptingu
markaðssvæða skyldi undirritað 21. febrúar 1996 eða samningaviðræðum um
hana hætt,
7. föstudaginn 16. febrúar 1996 sendi Margrét Guðmundsdóttir þeim Þórólfi
Árnasyni og Thomasi Möller tölvupóst þar sem hún lýsti því yfir að hún væri
tilbúin að ganga að samkomulaginu „um þær bensínstöðvar sem við höfum rætt
um að undanförnu með Grindavík inni eins og Olís leggur áherslu á“.
g. Miðvikudaginn 21. febrúar 1996 gerðu félögin þrjú með sér samning sem undirritaður
var af Þórólfi Árnasyni fyrir hönd Olíufélagsins hf., Thomasi Möller fyrir hönd
Olíuverzlunar Íslands hf. og Margréti Guðmundsdóttur fyrir hönd Skeljungs hf., um
að skipta markaðssvæðum milli félaganna þannig að hin tvö síðastnefndu hættu
bensínafgreiðslu í Búðardal, á Mývatni, Þórshöfn og Hvolsvelli og eftirlétu
Olíufélaginu hf. rekstur bensínsölu á þessum stöðum gegn því að Olíufélagið hf. hætti
bensínsölu á Seyðisfirði, Eskifirði, Neskaupstað, og Reyðarfirði, þar sem Skeljungur
hf. sæti eitt að sölu bensíns á tveimur fyrrnefndu stöðunum, Olíuverzlun Íslands hf.
sæti eitt að bensínsölu á Neskaupstað og síðastnefndu félögin tvö héldu áfram
bensínsölu á Reyðarfirði, auk þess að semja um markaðsskiptingu í Grindavík, svo
sem nánar er lýst í 9. tölulið.
h. Þriðjudaginn 13. júlí 1999 gerðu Olíuverzlun Íslands hf. og Skeljungur hf. með sér
samning, sem undirritaður var af Thomasi Möller fyrir hönd Olíuverzlunar Íslands hf.
og Margréti Guðmundsdóttur fyrir hönd Skeljungs hf., sem kvað á um í 1. gr. að
8
félögin skiptu til helminga milli sín eldsneytissölu á Ólafsfirði og sameinuðust um
rekstur einnar sameiginlegrar bensínstöðvar frá 1. ágúst s.á., í stað tveggja, með því
að Olíuverzlun Íslands hf. keypti helming í bensínstöð Skeljungs hf. að Bylgjubyggð
1 a, Ólafsfirði, og lokaði þáverandi bensínstöð sinni á staðnum.
9. Markaðsskipting í Grindavík
Miðvikudaginn 21. febrúar 1996 höfðu Olíufélagið hf., Olíuverzlun Íslands hf. og
Skeljungur hf., með sér ólögmætt samráð með það að markmiði að hafa áhrif á og koma í
veg fyrir samkeppni milli félaganna, þegar þau gerðu samning fyrir tilstilli ákærðu sjálfra
og fyrir milligöngu undirmanna þeirra, sem undirritað var af Þórólfi Árnasyni fyrir hönd
Olíufélagsins hf., Thomasi Möller fyrir hönd Olíuverzlunar Íslands hf. og Margréti
Guðmundsdóttur fyrir hönd Skeljungs hf., um að skipta markaðssvæðum milli félaganna,
svo sem lýst er í 8. tölulið, staflið g, en jafnframt því skuldbundu Olíufélagið hf. og
Skeljungur hf. sig til að opna ekki bensínsölu í Grindavík, a.m.k. næstu fimm árin eða til
21. febrúar 2001, þannig að Olíuverzlun Íslands hf. sæti eitt félaga að bensínsölunni í
Grindavík.
Samhliða framangreindu samkomulagi 21. febrúar 1996 gerðu félögin þrjú, fyrir tilstilli
ákærðu og í því skyni sem lýst er að framan, með sér munnlegt
„heiðursmannasamkomulag“ um að Olíufélagið hf. og Olíuverzlun Íslands hf. létu vera
að eiga viðskipti við þáverandi viðskiptavini Skeljungs hf. í Grindavík, og skyldi
samkomulagið standa til 21. febrúar 2001
10. Markaðsskipting á Ísafirði
Á tímabilinu frá 1. mars 1993 til ársbyrjunar 1997 höfðu Olíuverzlun Íslands hf. og
Skeljungur hf. með sér ólögmætt samráð með það að markmiði að hafa áhrif á og koma í
veg fyrir samkeppni milli félaganna, fyrir tilstilli ákærðu Einars og Kristins sjálfra og
fyrir milligöngu undirmanna þeirra, þegar félögin gerðu með sér samninga og höfðu uppi
samstilltar aðgerðir um að skipta mörkuðum milli félaganna við sölu á smurolíu og
fljótandi eldsneyti til viðskiptavina sinna á Ísafirði. Skiptingin fór þannig fram að félögin
skiptu til jafns milli sín allri sölu á framangreindum vörum sem Olíufélag útvegsmanna
hf. á Ísafirði annaðist afgreiðslu á fyrir þeirra hönd til viðskiptavina þeirra, innheimti
söluandvirðið og greiddi þeim andvirði sölunnar í réttum hlutföllum.
Á tímabilinu frá ársbyrjun 1997 til ársloka 2001 höfðu framangreind félög með sér
ólögmætt samráð um markaðsskiptingu, svo sem lýst er að framan, en skiptu þá milli
félaganna sölu til einstakra stærri viðskiptavina sinna á Ísafirði í samræmi við samnings
sem þau gerðu í byrjun árs 1997, og innheimtu sjálf sölu til þessara stærri
samningsbundinna viðskiptavina sinna, en sölu til allra smærri viðskiptavina var skipt
jafnt milli félaganna fyrir milligöngu Olíufélags útvegsmanna hf. eins og lýst er að
framan.
11. Markaðsskipting í Stykkishólmi
Á tímabilinu frá 1. mars 1993 til ársloka 2001 höfðu Olíufélagið hf. og Olíuverzlun
Íslands hf. með sér ólögmætt samráð með það að markmiði að hafa áhrif á og koma í veg
9
fyrir samkeppni milli félaganna, fyrir tilstilli ákærðu Geirs og Einars sjálfra og fyrir
milligöngu undirmanna þeirra, þegar félögin gerðu samning og fylgdu honum og höfðu
uppi samstilltar aðgerðir um að skipta mörkuðum til jafns milli félaganna við sölu á
gasolíu og flotaolíu (skipagasolíu) til viðskiptavina þeirra í Stykkishólmi. Skiptingin var
með þeim hætti að fyrrihluta framangreinds tímabils skiptist öll sala á þessum vörum til
jafns milli félaganna með þeim hætti að sameiginlegur umboðsmaður þeirra í
Stykkishólmi annaðist afgreiðsluna fyrir þeirra hönd frá sameiginlegri birgðastöð
félaganna og gaf út reikninga til til viðskiptavina þeirra vegna sölunnar. Félögin tvö gáfu
síðan út reikninga til umboðsmannsins hvort fyrir sínum hluta í sölunni, en frá
síðarihelmingi 1997 var afgreiðslunni breytt þannig að tilteknir viðskiptavinir félaganna
fóru í bein viðskipti við þau, en sala til annarra viðskiptavina var áfram frá sameiginlegri
birgðastöð félaganna og annaðist Olíudreifing ehf., sem var í sameiginlegri eigu
félaganna tveggja, afgreiðsluna, en sölu félaganna var þó áfram skipt til helminga milli
þeirra.
12. Markaðsskipting á Raufarhöfn
Á tímabilinu frá 1. mars 1993 til ársloka 2001 höfðu Olíufélagið hf., Olíuverzlun Íslands
hf. og Skeljungur hf., með sér ólögmætt samráð, fyrir tilstilli ákærðu sjálfra og fyrir
milligöngu undirmanna þeirra, með það að markmiði að hafa áhrif á og koma í veg fyrir
samkeppni milli félaganna um sölu gasolíu á Raufarhöfn, þegar þau unnu eftir og
viðhéldu eldri samningi, höfðu uppi samstilltar aðgerðir um, að skipta í jöfnum
hlutföllum á milli félaganna allri sölu þeirra á gasolíu á Raufarhöfn, auk þess að skipta á
sama tímabili sölu þeirra á svartolíu til SR-mjöls hf. eins og lýst er í 13. tölulið.
Afgreiðsla gasolíu var á hendi sameiginlegs umboðsmanns félaganna þriggja, undir
umsjón Skeljungs hf., sem afgreiddi olíuna úr sameiginlegri birgðastöð þeirra fram til
ársbyrjunar 1999 þegar Olíudreifing ehf. tók yfir olíudreifingu fyrir félögin þrjú á
staðnum, og gaf Skeljungur hf. út sölureikninga til viðskiptavinanna, en skipti síðan
sölunni milli félaganna með því að gefa út kreditreikninga til hinna fyrir þeirra hlut að
teknu tilliti til kostnaðar af sölunni og gerðu félögin jafnframt tilheyrandi færslur í
fjárhagsbókhaldi og birgðabókhaldi.
Á tímabilinu frá 1. mars 1993 til ársloka 1999 höfðu Olíufélagið hf., Olíuverzlun Íslands
hf. og Skeljungur hf. ólögmætt samráð, fyrir tilstilli ákærðu og í því skyni sem að framan
greinir, þegar þau skiptu til jafns milli sín sölu á allri gasolíu til útgerðarfélagsins Jökuls
hf. til nota á skipum þess. Skiptingin fór þannig fram að Olíuverzlun Íslands hf. hafði
umsjón með sölunni og gaf út sölureikninga til Jökuls hf., en skipti síðan sölunni milli
félaganna með því að gefa út kreditreikninga til hinna fyrir þeirra hlut að teknu tilliti til
kostnaðar af sölunni og gerðu félögin jafnframt tilheyrandi færslur í fjárhagsbókhaldi og
birgðabókhaldi, en olían var afgreidd frá sameiginlegri birgðastöð félaganna á
Raufarhöfn.
13. Markaðsskipting vegna sölu til SR-mjöls hf.
Frá 1. febrúar 1994 til ársloka 2001 höfðu Olíufélagið hf., Olíuverzlun Íslands hf. og
Skeljungur hf., með sér ólögmætt samráð, fyrir tilstilli ákærðu sjálfra og fyrir milligöngu
undirmanna þeirra, með það að markmiði að hafa áhrif á og koma í veg fyrir samkeppni
10
milli félaganna um sölu á svartolíu til SR-mjöls hf. þegar félögin gerðu samning, sem tók
gildi 1. febrúar 1994, sem þau unnu eftir framangreint tímabil, og var um
markaðsskiptingu á allri sölu félaganna á svartolíu til SR-mjöls hf. þannig að Olíufélagið
hf. hlaut 20 % en hin félögin tvö 40 % hvort af heildartekjum af sölu svartolíu og greiddu
kostnað af sölunni í sömu hlutföllum vegna sölu til verksmiðja SR-mjöls hf. á
Raufarhöfn, Reyðarfirði, Siglufirði og Seyðisfirði, auk verksmiðju félagsins í Helguvík
frá febrúar 1997, en þeim tveimur fyrst nefndu var lokað fyrri hluta árs 1999.
Frá 1. október 1995 var í gildi skriflegur samningur milli félaganna þriggja og SR-mjöls
hf., sem dagsettur var 1. október 1996, um viðskipti félaganna við SR-mjöl hf. sem
undirritaður var af Þórólfi Árnasyni fyrir hönd Olíufélagsins hf., Thomasi Möller fyrir
hönd Olíuverzlunar Íslands hf. og Gunnari Karli Guðmundssyni fyrir hönd Skeljungs hf.
og tiltók verð og afslátt á svartolíu til SR-mjöls hf. auk þess að kveða á um að afgreiðsla
svartolíu til verksmiðja SR-mjöls hf. í Helguvík og á Raufarhöfn sem skyldi vera á hendi
Olíufélagsins hf., á Reyðarfirði og Siglufirði á hendi Olíuverzlunar Íslands hf. og á
Seyðisfirði á hendi Skeljungs hf., svo sem verið hafði fram að þeim tíma að öðru leyti en
því að Skeljungur hf. annaðist afgreiðslu til verksmiðjunnar á Raufarhöfn. Samhliða
þessum samningi gilti samkomulag félaganna frá ársbyrjun 1994 um hlutfallslega
skiptingu sölunnar og að skiptingin skyldi fara þannig fram að það félag sem annaðist
afgreiðslu á hverjum framangreindra staða gæfi út reikning vegna sölunnar til SR-mjöls
hf., en skipti sölunni milli félaganna í umsömdum hlutföllum með því að gefa út
kreditreikninga til hinna fyrir þeirra hlut að teknu tilliti til kostnaðar af sölunni og gerðu
félögin jafnframt tilheyrandi færslur í fjárhagsbókhaldi og birgðabókhaldi. Kostnaði
félaganna af sölunni var skipt í sömu hlutföllum og að framan getur samkvæmt samningi
félaganna dags. 7. október 1996, sem undirritaður var af framangreindum starfsmönnum
félaganna.
14. Markaðsskipting vegna sölu til Sérleyfis- og hópferðabíla Keflavíkur og áhaldahúss
Keflavíkur.
Á tímabilinu frá 1. mars 1993 til ársloka 2001 höfðu Olíufélagið hf. og Skeljungur hf.,
með sér ólögmætt samráð, fyrir tilstilli ákærðu Geirs og Kristins sjálfra og fyrir
milligöngu undirmanna þeirra, með það að markmiði að hafa áhrif á og koma í veg fyrir
samkeppni milli félaganna um sölu á gasolíu til Sérleyfis- og hópferðabíla Keflavíkur
(SBK) og áhaldahúss Keflavíkur þegar þau unnu eftir og viðhéldu eldri samningi frá 1960
og höfðu uppi samstilltar aðgerðir, um að skipta til helminga á milli félaganna allri sölu
þeirra til þessara tveggja viðskiptavina sinna. Skiptingin fór þannig fram að Olíufélagið
hf. annaðist sölu til SBK, en Skeljungur hf. til áhaldahúss Keflavíkur, en félögin skiptu
síðan sölu sinni til helminga með hinu, þannig að Olíufélagið hf. fékk helming af sölu
Skeljungs hf. til áhaldahúss Keflavíkur og Skeljungur helming af sölu Olíufélagsins hf. til
SBK, en uppgjör milli félaganna fór fram með því að Olíufélagið hf. gaf út
kreditreikninga til Skeljungs hf. fyrir helmings hlut í sölunni til SBK að teknu tilliti til
kostnaðar við hana og Skeljungur hf. gerði það sama gagnvart Olíufélaginu hf. vegna sölu
félagsins til áhaldahúss Keflavíkur og gerðu félögin jafnframt tilheyrandi færslur í
fjárhagsbókhaldi og birgðabókhaldi.
11
15. Markaðsskipting vegna viðskipta við Íslenska álfélagið hf.
Á tímabilinu frá 1. mars 1993 til ágúst 2001 höfðu Olíufélagið hf., Olíuverzlun Íslands hf.
og Skeljungur hf., með sér ólögmætt samráð, fyrir tilstilli ákærðu sjálfra og fyrir
milligöngu undirmanna þeirra, með það að markmiði að hafa áhrif á og koma í veg fyrir
samkeppni milli félaganna um sölu á svartolíu, gasolíu og bensíni til Íslenska álfélagsins
hf., (ÍSAL) í Straumsvík, þegar þau unnu eftir og viðhéldu eldri samningi sem gerður var
á fundi fulltrúa félaganna 4. september 1969 og höfðu uppi samstilltar aðgerðir, um að
skipta í jöfnum hlutföllum á milli félaganna allri sölu þeirra á fljótandi eldsneyti til ÍSAL.
ÍSAL var í viðskiptum við Skeljung hf., sem afhenti eldsneytið og gaf út reikninga á
ÍSAL vegna sölunnar, en félögin skiptu síðan söluverði og kostnaði af sölunni milli sín til
jafns með því að Skeljungur hf. gaf reglulega út kreditreikning á hin félögin fyrir þeirra
hlut í sölunni til ÍSAL að teknu tilliti til kostnaðar og gerðu félögin jafnframt tilheyrandi
færslur í fjárhagsbókhaldi og birgðabókhaldi.
16. Markaðsskipting vegna viðskipta við Kísiliðjuna við Mývatn
Á tímabilinu frá 1. mars 1993 til ágúst 2001 höfðu Olíufélagið hf., Olíuverzlun Íslands hf.
og Skeljungur hf., með sér ólögmætt samráð, fyrir tilstilli ákærðu sjálfra og fyrir
milligöngu undirmanna þeirra, með það að markmiði að hafa áhrif á og koma í veg fyrir
samkeppni milli félaganna um sölu á svartolíu til Kísiliðjunnar við Mývatn, þegar þau
unnu eftir og viðhéldu eldra samkomulagi sem gert var á fundi fulltrúa félaganna 27. apríl
1967 og höfðu uppi samstilltar aðgerðir, um að skipta í jöfnum hlutföllum á milli
félaganna allri sölu þeirra á svartolíu til Kísiliðjunnar. Kísiliðjan var í viðskiptum við
Olíufélagið hf., sem afhenti eldsneytið og gaf út reikninga á Kísiliðjuna vegna sölunnar,
en félögin skiptu síðan söluverði og kostnaði af sölunni milli sín til jafns með því að
Olíufélagið hf. gaf reglulega út kreditreikninga á hin félögin fyrir þeirra hlut í sölunni til
Kísiliðjunnar og gerðu félögin jafnframt tilheyrandi færslur í fjárhagsbókhaldi og
birgðabókhaldi.
17. Markaðsskipting vegna viðskipta við fyrirtæki Reykjavíkurborgar
Frá árinu 1996 fram á árið 2001 höfðu Olíufélagið hf., Olíuverzlun Íslands hf. og
Skeljungur hf., með sér ólögmætt samráð, fyrir tilstilli ákærðu sjálfra og fyrir milligöngu
undirmanna þeirra, með það að markmiði að hafa áhrif á og koma í veg fyrir samkeppni
milli félaganna þegar þeir gerðu, í tengslum við útboð Reykjavíkurborgar sem þeir
skiluðu tilboðum vegna 17. september 1996, sbr. 1. tölulið, samkomulag um að skipta
milli félaganna framlegð þeirra af viðskiptum Skeljungs hf. við Vélamiðstöð
Reykjavíkurborgar, Strætisvagna Reykjavíkur og Malbikunarstöð Reykjavíkur.
Skeljungur hf. gerði 10. mars 1998 upp við hin félögin þeirra hlut í framlegð af sölunni
árin 1996 og 1997 og greiddi þeim vegna sölu árið 1996 kr. 1,31 af hverjum seldum lítra
af díselolíu, kr. 1,97 af hverjum seldum lítra af bensíni og steinolíu en vegna sölu árið
1997 kr. 1,33 af hverjum seldum lítra af bensíni og kr. 2,01 af hverjum seldum lítra af
bensíni og steinolíu auk virðisaukaskatts, og nam heildargreiðslan kr. 9.058.178. Umrætt
samkomulag var í gildi fram á árið 2001 en var ekki efnt frekar af félögunum.
12
III. Samráð um ákvörðun verðs á söluvörum, afsláttar, álagningar og
viðskiptakjara
18. Sala til erlendra skipa
Í tengslum við sölu Olíufélagsins hf., Olíuverzlunar Íslands hf. og Skeljungs hf. á
eldsneyti til erlendra skipa í íslenskum höfnum frá 1. maí 1993 til ársloka 2001, létu
ákærðu eins og lýst er í 7. tölulið, félögin gera samninga með það að markmiði að hafa
áhrif á og koma í veg fyrir samkeppni milli félaganna, um sölu þeirra til erlendra skipa,
sem jafnframt því sem lýst er að framan bar með sér sameiginlega og
samkeppnishamlandi ákvörðun um:
a. Söluverð eldsneytisins til erlendra skipa sem skyldi byggja „á gildandi útsöluverði
hér á landi hverju sinni umreiknað til viðkomandi gjaldmiðils á kaupgengi
afgreiðsludags“ og kvað samningurinn á um hvernig reikna skyldi verð út þegar
þau væru gefin upp sem verð á tonni og verð á svartolíu skyldu gefin út miðað við
tonn, „í samræmi við útsöluverð hverju sinni“ og að vikulega skyldi gefa út verð í
DKK, NOK og USD, og fleiri gjaldmiðlum ef þörf krefði, auk þess sem í
samningnum var kveðið á um endurskoðun verðs vegna breytinga á útsöluverði og
gengisskráningu og að skipting sölunnar færi fram „á grundvelli útsöluverðs í
íslenskum krónum hverju sinni og ber hver aðili um sig gengisáhættuna“.
b. Greiðslukjör félaganna til erlendra skipa þannig að miðað skyldi við „að greiðslur
fari fram eigi síðar en 30 dögum eftir afgreiðslu“, jafnframt ákvæðum um að hver
aðili bæri áhættu af útistandandi skuldum og að félögin skyldu krefjast
bankaábyrgðar við sölu á greiðslufresti nema önnur gild trygging lægi fyrir.
c. Afgreiðslugjald sem skyldi vera kr., 0,40 á lítra, sem breytast skyldi í samræmi við
byggingarvísitölu, og innheimtast í lok hvers mánaðar.
d. Afslætti og að þeir yrðu ekki gefnir utan tilgreindra viðskipta samkvæmt
tímabundnum samningum sem þá voru í gildi milli félaganna og tilgreindra
erlendra aðila, en í þeim tilfellum sem utanaðkomandi samkeppni kallaði á að
einhvert félaganna gæfi afslátt skyldi slíkt rætt milli starfsmanna félaganna og
„ákvörðun um það tekin sérstaklega“.
19. Samráð um verðlagningu og sölu á fljótandi eldsneyti og öðrum olíuvörum
Á tímabilinu frá 10. ágúst 1994 til 1. nóvember 2000 höfðu Olíufélagið hf., Olíuverzlun
Íslands hf. og Skeljungur hf., fyrir tilstilli ákærðu sjálfra og fyrir milligöngu undirmanna
þeirra, með sér ólögmætt samráð í formi samninga og samstilltra aðgerða, með það að
markmiði að hafa áhrif á og koma í veg fyrir samkeppni milli félaganna, þegar ákærðu og
starfsmenn félaganna funduðu og áttu önnur samskipti þar sem þeir ráðfærðu sig og
skiptust á upplýsingum um rekstur félaganna og fyrirætlanir á markaði, skiptust á
skoðunum á ýmsum hagsmunamálum tengdum rekstri félaganna svo sem verðlagningu,
viðskiptakjörum, afsláttum og álagningu félaganna á bensíni, gasolíu, steinolíu, smurolíu,
álagningu gjalda á viðskiptavini félaganna og verðlagningu á öðrum söluvörum þeirra og
komust að sameiginlegum niðurstöðum um verðlagningu og hegðun félaganna á markaði
á framangreindu tímabili í tengslum við ákvörðun verðs, afsláttar og álagningar. Samráð
þetta fór meðal annars fram sem hér greinir:
a. Miðvikudaginn 10. ágúst 1994 funduðu Þórólfur Árnason, starfsmaður
13
Olíufélagsins hf., Kristján B. Ólafsson, starfsmaður Olíuverzlunar Íslands hf., og
Gunnar Karl Guðmundsson, starfsmaður Skeljungs hf., og skiptust á skoðunum og
kynntu niðurstöður sínar um þörf á verðbreytingum og komust að sameiginlegri
niðurstöðu um hækkun á bensínverði hjá félögunum sem skyldi hækka um allt að
3 kr., auk þess að ræða verðlagningu á gasolíu til Jökuls hf. Raufarhöfn vegna
skipsins Rauðanúps. Á næsta verðbreytingardegi sem var 18. ágúst s.á. hækkaði
verð á 92, 95, og 98, oktana bensíni um 2 krónur á lítra hjá öllum félögunum.
b. Þriðjudaginn 3. janúar 1995 funduðu Þórólfur Árnason, Thomas Möller og
Margrét Guðmundsdóttir, starfsmenn félaganna, og skiptust á skoðunum og
kynntu niðurstöður sínar um þörf á verðbreytingum og komust að sameiginlegri
niðurstöðu um, og ræddu verðákvörðun á 92 oktana bensíni, ræddu sölu á 98
oktana blýbensíni, ræddu sameiginlega hagsmuni félaganna af því að Bílanaust
hætti sölu á smurolíum og hvort leita ætti eftir að sölunni yrði hætt. Á næsta
verðbreytingardegi sem var 19. janúar 1995 lækkaði verð á 92 oktana bensíni hjá
öllum félögunum.
c. Miðvikudaginn 22. mars 1995 funduðu ákærðu og komu sér saman um að
undirmenn þeirra Þórólfur Árnason, Thomas Möller og Bjarni Snæbjörn Jónsson
auk annarra samstarfsmanna þeirra, funduðu reglulega og ræddu fyrirkomulag og
verðmyndun á gasolíu til landnotkunar, en með þessu settu ákærðu upp
samráðsvettvang félaganna til að vinna gegn samkeppni þeirra á milli um sölu á
vöru þessari.
d. Þriðjudaginn 9. maí 1995 ritaði Þórólfur Árnason fyrir hönd Olíufélagsins bréf til
hinna félaganna tveggja sem svarað var með bréfi Thomasar Möller fyrir hönd
Olíuverzlunar Íslands hf. dags. 24. maí 1995 og með tölvupósti Bjarna Snæbjörns
Jónssonar fyrir hönd Skeljungs hf. dags. 27. maí 1995 til hinna tveggja, þar sem
þeir skiptust á skoðunum um hvernig best væri að haga móttöku úrgangsolíu,
hvort Uppdæling hf., sem annaðist slíka móttöku, neitaði að taka við úrgangsolíu
frá fyrirtækjum sem voru viðskiptavinir annarra seljenda smurolíu, en félaganna
þriggja, og frá þeim sem fluttu hana inn sjálfir, og gjaldtöku félaganna vegna
slíkrar móttöku, en samráð ákærðu hafði það að markmiði að vinna gegn sölu á
smurolíu frá öðrum en félögum ákærðu, þar á meðal Bílanaust hf., og draga
þannig úr samkeppni.
e. Föstudaginn 17. nóvember 1995 funduðu ákærðu og ræddu ýmist samstarf
félaganna þar á meðal um að hætta innflutningi á 92 og 98 oktana blýbensíni og
upplýstu hvorir aðra um að sala á blýbensíni hefði dregist saman um 17 – 20 %.
Varð ákærðu að samkomulagi að „félögin hefðu samninga fyrir 1996 valkvæða
þannig að hægt sé að flytja aðeins inn 95 okt bensín og 98 okt blýlaust“. Ákærðu
ákváðu að félögin yrðu samstíga við að innleiða þessar breytingar.
f. Fimmtudaginn 18. janúar 1996 funduðu Þórólfur Árnason, Thomas Möller og
Margrét Guðmundsdóttir, starfsmenn félaganna um „Bensínstöðvamál o.f.“ og
skiptust á skoðunum um og kynntu niðurstöður sínar um þörf á verðbreytingum
og komust að sameiginlegri niðurstöðu um meðal annars verðlagningu á 95
oktana bensíni vegna verðbreytingar 1. febrúar sama ár og stefndu að því að lækka
verð þess um 1,00 – 1,20 kr., auk þess sem rædd voru málefni tengd sölu á
blýbensíni. Ákváðu starfsmenn félaganna að hittast aftur á fundi 25. janúar sama
14
ár. Verð á 95 oktana bensíni lækkaði hjá öllum félögunum 1. febrúar 1996 um
0,60 kr. Sbr einnig 8. tölulið, staflið f, nr. 5.
g. Þriðjudaginn 13. febrúar 1996 funduðu Magnús Ásgeirsson, starfsmaður
Olíufélagsins hf., Jón Ólafur Halldórsson, starfsmaður Olíuverzlunar Íslands hf.,
og Gunnar Karl Guðmundsson, starfsmaður Skeljungs hf., ræddu, skiptust á
skoðunum og upplýsingum um sölu á 98 oktana blýbensíni, birgðastöðu þess og
væntanlega framkvæmd á ákvörðun ákærðu um að félögin hættu sölu þess og
hæfu sölu á 98 oktana blýlausu bensíni í staðinn og kynningu þeirrar ákvörðunar í
fjölmiðlum. Ákváðu þeir að hittast aftur 20. febrúar 1996.
h. Fimmtudaginn 31. október 1996 funduðu Þórólfur Árnason, Thomas Möller og
Friðrik Þ. Stefánsson, starfsmenn félaganna, ræddu, skiptust á skoðunum og
upplýsingum um viðskipti félaganna með eldsneyti, svo sem „sölutölur“,
„viðskiptakort“, „dælur“ og „afsláttarmál“ til viðskiptamanna félaganna.
i. Mánudaginn 13. janúar 1997 funduðu Þórólfur Árnason, Thomas Möller og
Friðrik Þ. Stefánsson, starfsmenn félaganna ræddu, skiptust á skoðunum og
upplýsingum um meðal annars „kortaafslátt“ til stórra viðskiptavina félaganna,
afsláttarverð á gasolíu upptöku afgreiðslugjalda á dýrari afgreiðslur, framlegð
félaganna af sölu smurolíu og viðbrögð félaganna við sölu Bílanaustar á smurolíu.
j. Þriðjudaginn 14. janúar 1997 fundaði Thomas Möller með fyrirsvarsmönnum
Bílanaustar hf. um að þeir hættu sölu smurolíu gegn því að Olíuverzlun Íslands hf.
keypti í auknum mæli varahluti af Bílanaust og beitti sér fyrir því að hin
olíufélögin gerðu slíkt hið sama, en fundur þessi var haldinn að höfðu samráði
starfsmanna félaganna þriggja um að fá Bílanaust til að hætta sölu smurolíu og
draga þannig úr samkeppni í því skyni að auðvelda Olíuverzlun Íslands hf.,
Olíufélaginu hf. og Skeljungi hf. að hækka verð á smurolíu og auka framlegð
þeirra af sölu hennar.
k. Fimmtudaginn 23. janúar 1997 ræddu Bjarni Bjarnason, starfsmaður Olíufélagsins
hf., og Kristján B. Ólafsson, starfsmaður Olíuverzlunar Íslands hf., saman og
skiptust á skoðunum meðal annars um sameiginlega ákvörðun félaganna á
útsöluverði á 95 og 98 oktana bensíni, sem hækka þyrfti 95 oktana um ca. 1 kr.
lítra og 98 oktana eitthvað meira, um framlegðarkröfu af sölu eldsneytis, og að
æskilegt væri að ákærðu Einar og Geir hittust og kæmu sér saman um
framlegðarkröfur af sölu bensíns, til að auðvelda þeim að ræða þörf á
verðbreytingum. Verð á bensíni hækkaði 1. febrúar 1997 hjá öllum félögunum um
90 aura á lítra.
l. Mánudaginn 27. janúar 1997 hringdi Kristján B. Ólafssson, starfsmaður
Olíuverzlunar Íslands hf., í Bjarna Bjarnason, starfsmann Olíufélagsins hf., til að
ræða verðlagsmál félaganna.
m. Fimmtudaginn 20. mars 1997 hringdi Þórólfur Árnason, starfsmaður Olíufélagsins
hf., í Kristján B. Ólafsson, starfsmann Olíuverzlunar Íslands hf., og ræddu þeir
um þörf á verðbreytingu á verði gasolíu, en Þórólfur taldi mega lækka verð á lítra
um allt að 1 krónu. Daginn eftir töluðu Kristján og Samúel Guðmundsson,
starfsmenn Olíuverzlunar Íslands hf., við Þórólf og fengu hann til að fresta lækkun
á gasolíuverði hjá Olíufélaginu hf. Dagana 2. og 3. apríl 1997 lækkaði verð á
gasolíu um 1 krónu á lítra hjá öllum félögunum jafnt.
15
n. Síðarihluta maí og í byrjun júní 1997 áttu starfsmenn Olíufélagsins hf.,
Olíuverzlunar Íslands hf. og Skeljungs hf. samskipti, samræður og skiptust á
skoðunum og upplýsingum um verð á eldsneyti og verðlagningu þess þegar:
1. Thomas Möller, starfsmaður Olíuverzlunar Íslands hf., ræddi þörf
félaganna á að hækka útsöluverð eldsneytis við starfsmenn hinna
félaganna Þórólf Árnason, Gunnar Karl Guðmundsson og Friðrik Þ.
Stefánsson á síðarihluta maí 1997,
2. Thomas Möller, starfsmaður Olíuverzlunar Íslands hf., ræddi sömu mál við
Gunnar Karl Guðmundsson, starfsmann Skeljungs hf., föstudaginn 30. maí
1997,
3. Kristján B. Ólafsson, starfsmaður Olíuverzlunar Íslands hf., ræddi
föstudaginn 30. maí 1997 við Bjarna Bjarnason, starfsmann Olíufélagsins
hf., um fyrirhugaða hækkun á eldsneyti.
o. Mánudaginn 9. júní, miðvikudaginn 18. júní og þriðjudaginn 24. júní 1997
funduðu ákærðu og ræddu afkomu félaganna, fyrirhugaðar verðbreytingar á
fljótandi eldsneyti, skiptust á upplýsingum úr rekstri félaganna, ræddu afgreiðslu á
gasolíu til skipa og að leggja af tilboð til skipa um að selja gasolíu á verði
skipagasolíu eða SD-olíu, kynntu niðurstöður sínar um þörf á verðbreytingum og
komust að sameiginlegri niðurstöðu um verðbreytingar á eldsneyti. Verðum á
fljótandi eldsneyti var breytt 15. júlí 1997 þegar verð á lítra af 95 og 98 oktana
bensíni lækkaði hjá öllum félögunum um kr. 1,50, verð á lítra af díselolíu og
gasolíu lækkaði um kr. 1,80. Verðin tóku aftur breytingum 1. ágúst 1997 þegar
verð á bensíni hækkaði hjá öllum félögunum um kr. 1,40.
p. Föstudaginn 14. nóvember 1997 áttu Þórólfur Árnason, starfsmaður Olíufélagsins
hf., Thomas Möller, starfsmaður Olíuverzlunar Íslands hf., og Árni Ólafur
Lárusson, starfsmaður Skeljungs hf., samræður um upptöku afgreiðslugjalda þar
sem Árni Ólafur upplýsti hina um fyrirætlanir Skeljungs hf. um að taka upp
afgreiðslugjald/sendingargjald vegna viðskipta fyrir lægri fjárhæðir og Thomas
upplýsti um upptöku Olíuverzlunar Íslands hf. á lágmarkssendingargjöldum vegna
sölu á þurrvörum og Þórólfur greindi frá umræðu um það sama innan
Olíufélagsins hf.
q. Fyrri helming maímánaðar 1998 áttu starfsmenn Olíufélagsins hf., Olíuverzlunar
Íslands hf. og Skeljungs hf. samskipti, samræður og skiptust á skoðunum og
upplýsingum um útsöluverð á smurolíum hjá félögunum þegar Ingólfur
Kristmundsson og Kristinn Leifsson starfsmenn Olíuverzlunar Íslands hf. ræddu
við Lúðvík Björgvinsson, starfsmann Skeljungs hf., 19. maí 1998 eða fyrr, sinn í
hvoru lagi, um áform um hækkun á útsöluverði smurolíu hjá félaginu og Skeljungi
hf. og Jón Halldórsson, starfsmaður Olíuverzlunar Íslands hf., ræddi á sama tíma
og aftur í júnímánuði 1998 áform Olíufélagsins hf. við Bjarna Bjarnason,
starfsmann þess félags, um hækkun félaganna á útsöluverði smurolíu og þörf
þeirra á hækkun framlegðar af viðskiptum með smurolíur.
r. Miðvikudaginn 20. maí 1998 funduðu ákærðu og skiptust á skoðunum og
upplýsingum um ýmis málefni tengd rekstri félaganna, s.s. afgreiðslutíma
bensínstöðva og ræddu um og komust að sameiginlegri niðurstöðu um afslætti til
viðskiptavina, þar á meðal afsláttarkjör á eldsneyti og öðrum vörum og þjónustu
16
félaganna til handa félagsmönnum í Ferðaklúbbnum 4x4 og til handa
félagsmönnum í Félagi Húsbílaeigenda.
s. Föstudaginn 3. júlí 1998 sendi ákærði Einar tölvupóst til ákærða Geirs og upplýsti
hann um að ítrekaðar fullyrðingar ákærða Geirs um að Olíuverzlun Íslands hf. hafi
boðið Lögreglunni í Borgarnesi 5 kr. afslátt af bensíni væru rangar og lagði
áherslu á að nauðsynlegt væri að þeir stæðu saman um „að láta viðskiptavini ekki
komast upp með að ljúga viðskiptatilboðum“ upp á þá í því skyni að fá fram
hagstæðari kjör hjá öðru félaganna.
t. Þriðjudaginn 7. júlí 1998 funduðu ákærðu og ræddu um, og skiptust á
upplýsingum um, verð og afslætti til verktakafyrirtækja og annarra stórra
viðskiptavina félaganna við kaup á eldsneyti og smurolíum og leituðust við að
komast að sameiginlegri niðurstöðu um viðskiptakjör til þeirra. Auk þess sem
ákærðu upplýstu hver annan um magn það sem félögin höfðu selt af bensíni og
kærði Kristinn upplýsti meðákærðu um aðgerðir innan Skeljungs hf. til að lækka
kostnað félagsins.
u. Þriðjudaginn 1. september 1998 hringdi ákærði Geir í ákærða Kristinn og kvartaði
undan afsláttarkjörum sem Skeljungur hf. hafði boðið Kaupfélagi Akureyringa
skömmu áður, en Kaupfélagið hafði verið í viðskiptum hjá Olíufélaginu hf., og
var þetta liður í að fylgja eftir samkomulagi félaganna um að stunda ekki
samkeppni um viðskiptavini hvers annars.
v. Föstudaginn 30. október 1998 funduðu Kristján Kristinsson starfsmaður
Olíufélagsins hf., Thomas Möller, starfsmaður Olíuverzlunar Íslands hf., og
Margrét Guðmundsdóttir, starfsmaður Skeljungs hf., og ræddu verð og afslætti á
eldsneyti til Landsíma Íslands hf. og Íslandspósts hf. og komu sér saman um
afsláttarkjör til þeirra, ræddu afslátt á eldsneyti til lögreglunnar í tengslum við
væntanlegt útboð dómsmálaráðuneytisins, veittu hvert öðru upplýsingar um
viðskipti félaganna við Ferðaklúbbinn 4X4, komust að þeirri sameiginlegu
niðurstöðu að félögin skyldu ekki gefa afslætti til félagasamtaka þar á meðal FÍB
nema þá „safnkorts- eða fríkortsafslætti“, ákváðu að hafa samráð um að varast að
fyrirtæki í viðskiptum við eitt félag notaði hin, með hótun um að færa viðskiptin,
til að fá hærri afslátt og ákváðu að félögin veittu jafn háan afslátt af
eldsneytisverði til fyrirtækja með fjölda bifreiða sem stig hækkaði eftir fjölda
bifreiða. Starfsmaður Olíuverzlunar Íslands hf. upplýsti hina um að félagið hefði
tekið upp afgreiðslugjald við lagerafgreiðslur undir 5000 kr. og viðbrögð
viðskiptavina við því, auk þess sem starfsmennirnir ræddu þörf á verðbreytingum
á smurolíu og vilja Olíuverzlunar Íslands hf. og Skeljungs hf. til að hækka
smurolíuverð á bensínstöðvum um 10 %. Margrét Guðmundsdóttir starfsmaður
Skeljungs hf. hringdi í Thomas Möller, starfsmann Olíuverzlunar Íslands hf., 2.
nóvember 1998 og gaf honum upplýsingar um framkvæmd þeirra atriða sem rædd
höfðu verið þar á meðal að hækkun smurolíuverðs yrði 1. desember vegna
söluátaks á smurolíu í nóvember.
w. Miðvikudaginn 11. nóvember 1998 funduðu Kristján Kristinsson, Thomas Möller,
Margrét Guðmundsdóttir og Friðrik Þ. Stefánsson, starfsmenn félaganna, og
ræddu verðlagsmál meðal annars, leiðir til að „minnka í áföngum mun á
leiðsluverði og díselverði“, komust að niðurstöðu um að tímabært væri að félögin
17
tækju upp að „innheimta afgreiðslugjöld á smáar og óhagkvæmar afgreiðslur
viðskiptavina“ félaganna, komust að niðurstöðu um að „fyrsta innlegg í að bæta
framlegð sé afnám / hækkun leiðsluverðs“, „að félagasamtök og aðrir slíkir
hagsmunahópar eigi ekki að ná þannig sérkjörum að framlegð sé verulega skert“,
að félögin segðu upp samningum við Ferðaklúbbinn 4X4 frá og með næstu
áramótum, ræddu „tankavæðingu“ stórnotenda, verðlagningu á eldsneyti úr
sjálfsafgreiðsludælum og að félögin myndu „spyrna fast við byggingu /
fjárfestingu í flotbryggjum“ og gera þess í stað kröfu til hafnaryfirvalda um að þau
legðu til hafnarsvæði undir afgreiðslubúnað félaganna, að spilliefnagjaldi skyldi
koma inn í verðlagningu félaganna á smurolíu, ræddu verðlagningu á skipaolíum
og voru settar fram óskir um hækkanir hennar sem teknar voru „til íhugunar“,
verðlagningu á 95 og 98 oktana bensíni og steinolíu.
x. Miðvikudaginn 9. desember 1998 funduðu ákærðu og ræddu ýmis samkeppnismál
þar á meðal undirbúning þess að félögin tækju ákvörðun um að hætta sölu á 98
oktana bensíni, í það minnsta utan Reykjavíkur, og sameiginlega ákvörðun um
gjaldtöku af þeim viðskiptavinum félaganna sem keyptu lítið magn hráolíu á
tanka, svonefnt smáafgreiðslugjald og gjaldtöku vegna tanka, athugasemdir LÍÚ
vegna verðlagningar á olíu til fiskiskipa og var ákærða Geir falið að ræða við LÍÚ.
y. Mánudaginn 18. janúar 1999 funduðu ákærðu og ræddu ýmis samkeppnismál
félaganna þar á meðal afhendingu þeirra á tönkum til viðskiptavina og
viðskiptakjör því tengd og var fundurinn liður í reglubundnu samráði ákærðu.
z. Fimmtudaginn 21. janúar 1999 funduðu Heimir Sigurðsson, starfsmaður
Olíufélagsins hf., Thomas Möller, starfsmaður Olíuverzlunar Íslands hf., og
Margrét Guðmundsdóttir, starfsmaður Skeljungs hf., og ræddu meðal annars
ákvörðun um að félögin hættu sem fyrst sölu 98 oktana bensíns á landsbyggðinni,
verðlagningu 98 oktana bensíns, sameiginlegar ákvarðanir félaganna um að fjölga
sjálfsölum úti á landi og skipanir til sölumanna um að auka sjálfsafgreiðslu, auk
þess að ræða sameiginlegt afsláttarkerfi, „1-2-3 kr. kerfið“ sem félögin höfðu
komið upp í sameiningu um afslætti þeirra af bensínverði til viðskiptavina,
stighækkandi eftir fjölda ökutækja í viðskiptum.
aa. Miðvikudaginn 24. febrúar 1999 sendi Friðrik Þ. Stefánsson, starfsmaður
Skeljungs hf., tölvupóst til Jóns Halldórssonar, starfsmanns Olíuverzlunar Íslands
hf., og gerði athugasemdir við samning sem Olíuverzlun Íslands hf. hafði gert við
nafngreindan viðskiptavin Skeljungs hf. um sölu á flotaolíu, afhendingu tanka og
þjónustu sem veita skyldi honum án aukakostnaðar. Jón svaraði tölvupóstinum 1.
mars 1999 og gerði athugasemdir við að Skeljungur hf. hefði náð fjórum
nafngreindum viðskiptavinum af Olíuverzlun Íslands hf. og lækkað framlegð
þeirra í viðskiptum við þrjá aðra viðskiptavini. Friðrik svaraði síðari
tölvupóstinum sama dag og gerði frekari athugasemdir um að Olíuverzlun Íslands
hf. hefði valdið skerðingu á framlegð Skeljungs hf. af viðskiptum við fjóra
nafngreinda viðskiptavini félagsins.
bb. Í febrúar- og marsmánuðum 1999 áttu starfsmenn Olíufélagsins hf., Olíuverzlunar
Íslands hf. og Skeljungs hf. fundi, samtöl og skiptust á tölvupóstum sem miðuðu
að því að tryggja að álagning spillefnagjalds á smurolíur, samkvæmt reglugerð nr.
151/1999 sem tók gildi 15. mars sama ár, kæmi að fullu til hækkunar útsöluverðs
18
á smurolíum hjá félögunum öllum auk þess að ræða frekari hækkun útsöluverðs,
meðal annars skiptust Ragnar Bogason, starfsmaður Olíufélagsins hf., Jón
Halldórsson, starfsmaður Olíuverzlunar Íslands hf., og Friðrik Þ. Stefánsson,
starfsmaður Skeljungs hf., á tölvupóstum 16. febrúar 1999 og funduðu
föstudaginn 19. febrúar 1999 um samræmda hækkun félaganna vegna
spilliefnagjaldsins og samræmingu svara félaganna við fyrirspurnum um hækkanir
smurolíu.
cc. Þriðjudaginn 13. apríl 1999 funduðu Heimir Sigurðsson, Thomas Möller og
Margrét Guðmundsdóttir, starfsmenn félaganna, og ræddu meðal annars ákvörðun
um að félögin hættu sölu 98 oktana bensíns, utan Reykjavíkur og Akureyrar, um
næstu áramót þar á eftir og að öllu leyti í maí 2000 og þá um vorið yrði
innflutningi þess hætt. Auk þess ræddu þau möguleika á samrekstri félaganna á
bensínstöðvum og fyrirkomulagi þess rekstrar.
dd. Fimmtudaginn 29. apríl 1999 funduðu Ragnar Bogason, Heimir Sigurðsson
starfsmenn Olíufélagsins hf., Jón Halldórsson og Thomas Möller, starfsmenn
Olíuverzlunar Íslands hf., og ræddu ýmis hagsmunamál félaganna þar á meðal þá
ákvörðun þeirra um að hætta sölu 98 oktana bensíns vorið 2000, samreknar
bensínstöðvar félaganna og verðlagningu þeirra á eldsneyti.
ee. Föstudaginn 16. júlí 1999 skiptust Magnús Ásgeirsson, starfsmaður Olíufélagsins
hf., og Reynir A. Guðlaugsson, starfsmaður Skeljungs hf., á tölvupóstum sem
einnig voru sendir Samúel Guðmundssyni hjá Olíuverzlun Íslands hf., þar sem
þeir skiptust á upplýsingum og skoðunum um innkaup og birgðastöðu á 98 oktana
bensíni og lok innflutnings og sölu félaganna á því.
ff. Miðvikudaginn 23. febrúar 2000 ræddu ákærðu Einar og Geir saman um
afsláttarkjör sem Olíufélagið hf. hafði veitt viðskiptavinum Bílabúðar Benna,
meðal annars af útsöluverði bensíns og að óánægja væri innan Olíufélagsins hf.
með afsláttarkjörin, en samræður þessar urðu í framhaldi af fyrirspurn ákærða
Einars til ákærða Geirs í tölvupósti daginn áður þar sem hann leitaði upplýsinga
um hvort afstöðubreyting hefði orðið hjá ákærða Geir til afsláttarmála almennt.
Auk þess sem ákærðu ræddu afsláttarboð ÓB-klúbbsins til félagsmanna sinna frá
22. febrúar 2000, en ÓB var í eigu Olíuverzlunar Íslands hf.
gg. Miðvikudaginn 22. mars 2000 ræddu ákærðu Einar og Kristinn saman og leituðu
leiða til að leysa úr ágreiningi milli Olíuverzlunar Íslands hf. og Skeljungs hf.
vegna afsláttarkjara sem veitt höfðu verið á eldsneyti á bensínstöð ÓB við
Melabraut í Hafnarfirði og auglýstur hafði verið í útvarpi og lækkana á verði á
eldsneyti á bensínstöðvum Bensínorkunnar ehf. ÓB var í eigu Olíuverzlunar
Íslands hf. en Bensínorkan ehf. að hluta í eigu Skeljungs hf.
hh. Mánudaginn 23. október 2000 skiptust ákærðu Einar og Kristinn á tölvupóstum
þegar ákærði Kristinn framsendi tölvupóst dagsettan sama dag, með ósk
Lögmannafélags Íslands um afslátt fyrir félagsmenn sína á Select-verslunum
Skeljungs hf., til ákærða Einars og lýsti yfir og kynnti þá afstöðu að þeir hafi
„aldrei ljáð máls á einhverju líku því og farið er fram á í erindinu“ og ákærði
Einar svaraði og kvaðst algerlega sammála og hann mundi „afgreiða málið með
sama hætti“ ef það kæmi til hans.
ii. Miðvikudaginn 1. nóvember 2000 funduðu Þórarinn Þórarinsson starfsmaður
19
Olíufélagsins hf., Ingólfur Kristmundsson starfsmaður Olíuverzlunar Íslands hf.
og Lúðvík Björgvinsson og Þorsteinn Björgvinsson starfsmenn Skeljungs hf. og
ræddu umfang og þörf á mögulegri verðhækkun félaganna á smurolíu.
20. Samráð um SD-olíu og svartolíu
Á árunum 1995 - 1997 höfðu Olíufélagið hf., Olíuverzlun Íslands hf. og Skeljungur hf.,
fyrir tilstilli ákærðu sjálfra og fyrir milligöngu undirmanna þeirra, með sér ólögmætt
samráð í formi samninga og samstilltra aðgerða í því skyni að takmarka samkeppni um
sölu eldsneytis til skipa, þegar þeir ræddu verðlagningu svo kallaðrar SD-olíu, (e. Special
Distillate Oil) og verðmun á henni og svartolíu og leituðu samninga um að Skeljungur hf.
takmarkaði framboð SD-olíu til viðskiptavina sinna og byði hana ekki nýjum
viðskiptavinum, gegn því að félögin hefðu samstarf um innflutning á svartolíu og gilti
samningurinn og samráð félaganna hélst um SD-olíuna fram á árið 1997 við innflutning
svartolíu vegna þess árs. Samráð þetta fór meðal annars fram sem hér segir:
a. Þriðjudaginn 29. ágúst 1995 funduðu ákærðu Geir og Einar ásamt Þórólfi Árnasyni
og Thomasi Möller undirmönnum sínum hjá félögunum þar sem þeir ræddu
samstarf um innflutning Olíufélagsins hf. og Olíuverzlunar Íslands hf. á svartolíu
og að skilyrði þessa væri að samstarf næðist um breytt fyrirkomulag SD-olíusölu
Skeljungs hf.
b. Föstudaginn 17. nóvember 1995 funduðu ákærðu, ræddu samstarf félaganna um