Einar Benediktsson, forstjóri Olís, ætlar að eiga áfram 12% hlut í fyrirtækinu eftir að hann hættir störfum hjá því. Eins og fram kom í síðustu viku hefur Einar sagt starfi sínu lausu og ætlar hann að hætta í hausta.

Einar er 63 ára og segir hann í samtali við Morgunblaðið í dag að hann líti svo á að starfsferli sínum sé lokið þegar hann hættir hjá Olís í haust.

Spurður hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur svarar Einar:  „Konan hefur verið mjög áhugasöm um golf upp á síðkastið og ætli ég reyni ekki að fylgja henni oftar á völlinn, þó ég þyki vera lélegur með kylfuna.“