Nýherji hefur ráðið til sín tvo starfsmenn á Fyrirtækjasviði; Sverrir Jónsson og Einar Jóhannesson. Í tilkynningu segir að helstu verkefni Sverris hjá Nýherja verði söluráðgjöf á netþjónum, PC búnaði og tengdri þjónustu og hugbúnaði auk þess sem hann mun leggja sérstaka áherslu á spjaldtölvulausnir. Sverrir er iðnrekstrar- og viðskiptafræðingur að mennt og hefur m.a. starfað hjá Opnum Kerfum og B. Ormsson, við sölu-, vöru- og innkaupastjórn.

Einar mun annast söluráðgjöf vegna IBM netþjóna, diska og afritunarlausna og á tengdum hugbúnaði. Einar er verkfræðingur og hefur m.a. starfað fyrir Símann, Opin Kerfi og IBM á Íslandi, að markaðsmálum, kerfisstýringu, vöru- og viðskiptastjórn. Einar er einn af fyrstu Unix tæknimönnum Íslands og hefur haldið þeirri þekkingu við í frá um 1985.