*

mánudagur, 1. júní 2020
Fólk 4. apríl 2018 14:59

Einar Páll til Borgunar

Nýr forstöðumaður alþjóðasviðs Borgunar, Einar Páll Tómasson starfaði hefur starfað í um 13 ár hjá Icelandair.

Ritstjórn
Einar Páll Tómasson er nýr forstöðumaður alþjóðasviðs hjá Borgun.
Aðsend mynd

Einar Páll Tómasson hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns alþjóðasviðs Borgunar og hóf störf 1. mars síðastliðinn. 

Einar Páll hefur starfað hjá Icelandair frá árinu 2005 og tók þá við starfi sem sölustjóri í Hollandi. Árið 2006 tók hann við sem svæðisstjóri fyrir mið-Evrópu og árin 2008-2016 sem svæðisstjóri Icelandair fyrir meginland Evrópu.

Frá 2016-2017 starfaði Einar sem forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunardeildar Icelandair og frá 2017-2018 forstöðumaður söludeildar. Á árunum 1999 til 2005 var Einar Páll markaðsstjóri MasterCard á Íslandi.  

Einar Páll er með viðskiptafræðigráðu frá Norwegian School of Management með áherslu á alþjóðamarkaðsfræði og stjórnun.