Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, verður gestur Viðskiptaþáttarins á Útvarpi Sögu (99,4) á eftir. Sala á meirihluta tryggingafélagsins Sjóvá til Karls Wernerssonar, stjórnarmanns í Íslandsbanka, hefur vakið mikla athygli og hefur söluferlið verið gagnrýnt af forráðamönnum Straums, stærsta hluthafa Íslandsbanka. Einar verður fyrir svörum vegna þess og annars í starfsemi Íslandsbanka undanfarið.

Í seinni hluta þáttarins kemur síðan Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri netfyrirtækisins, spurl.net, og ræðir um þá samkeppni sem tölvufyrirtæki munu veita símafyrirtækjum í framtíðinni.

Viðskiptaþátturinn er alla virka daga á Útvarpi Sögu (99,4) á milli kl. 16 og 17 og er endurfluttur kl. 01 á nóttunni. Þá eru eldri þættir aðgengilegir hér á netinu.