Íslensk getspá hefur ráðið Einar Njálsson sem markaðs- og sölufulltrúa getrauna. Einar hefur lokið BA prófi í Hagfræði frá Háskóla Íslands en áður starfaði hann sem vörustjóri hjá VÍS.

Einar hefur viðamikla þekkingu og áhuga á íþróttum en hann spilaði fótbolta með Val og meistaraflokki Fjölnis auk þess að þjálfa yngri flokka Vals. Hann er „því á heimavelli þegar kemur að getraunastarfi,“ segir í fréttatilkynningu frá Íslenskri getspá.

Einar var ráðinn af rúmlega 90 umsækjendum og mun hann hefja störf þann 1. október. Einar er í sambúð með Sif Ragnarsdóttur og eiga þau eina dóttur.