*

þriðjudagur, 22. september 2020
Fólk 7. mars 2016 09:29

Einar til Íslenskra verðbréfa

Íslensk verðbréf hafa ráðið Einar S. Oddsson í starf sérfræðings í verðbréfamiðlun.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Íslensk verðbréf hafa ráðið Einar S. Oddsson í starf sérfræðings í verðbréfamiðlun.

Einar hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri og annar stofnenda Questor ehf., sem sérhæfir sig í öflun og greiningu fjárhagsupplýsinga fyrirtækja í samstarfi við Kóða ehf. Einar var auk þess á árunum 2008 til 2015 forstöðumaður markaðsviðskipta hjá World Financial Desk LLC í New York, en fyrirtækið stundar hátíðniviðskipti með skuldabréf og afleiður á rafrænum mörkuðum í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu. 

Einar er með M.A. í hagfræði frá Fordham University í New York og B.A. í hagfræði frá Adelphi University í sömu borg.  

Stikkorð: verðbréf Íslensk