Hjörleifur Jakobsson
Hjörleifur Jakobsson
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Hjörleifur Þór Jakobsson hefur ekki komið að rekstri Hampiðjunnar um árabil en hann var forstjóri félagsins í um tvö ár á árunum 1999 til 2001. Þá gerðist hann forstjóri Olíufélagsins og síðar Kers fjárfestingafélags. Hjörleifur er í dag búsettur í Sviss ásamt Hjördísi Ásberg eiginkonu sinni. Spurður um hvað hann fáist við í dag segir hann það vera fjárfestingar, bæði á Íslandi og erlendis og reyni hann að sinna því með stjórnarsetu og að láta gott af sér leiða í þeim félögum þar sem hann á hlut í.