Fyrirtæki þurfa að einblína á þau atriði sem skipta þau máli þegar kemur að samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Vilja þau einblína á samfélagið, öryggi, heilsu, umhverfi eða eru það aðrir þættir sem skipta máli? Ekki er raunhæft að huga að öllu í einu. Þetta sagði Kevin L. McKnight, aðalframkvæmdastjóri umhverfis, heilsu- og öryggismála og forstöðumaður sjálfbærnisviðs Alcoa á heimsvísu. Hann kynnti sjálfbærnistarf fyrirtækisins á fundi Festu og Alcoa fjaraðaáls í síðustu viku.

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð eiga að vera hluti af viðskiptamódeli fyrirtækja en ekki sem sérstök verkefni. Stjórnendur eiga allir að huga að þessu í ákvörðunum sínum, sagði McKnight. Í erindi McKnight kom fram að með frekari þróun væri hægt að draga úr gróðurhúsalofttegundum. Til dæmis með því að gera flugvélar og bíla léttari eykst skilvirkni þeirra og dregur úr gróðurhúsalofttegundum.

Hér má sjá myndir af fundinum.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)