Fasteignaverð getur jafnvel hækkað um 24,4% í krónum talið samkvæmt fasteignamati 2013 sem kynnt var í dag. Slík er hækkunin til dæmis á raðhúsi af ákveðinni stærð í Vestmannaeyjum.

Eins og greint var frá í morgun hækkar mat fasteigna í landinu um 7,4% frá síðasta ári og er heildarmat fasteigna á Íslandi nú 4.715 milljarðar króna samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2013. Fasteignamat hækkaði að þessu sinni mest í Vestmannaeyjum, eða um 19%.

Viðskiptablaðið óskaði eftir reiknuðum dæmum frá Þjóðskrá sem sýna áhrif nýs fasteignamats á ákveðnar gerðir fasteigna. Taflan hér að neðan sýnir fyrst mat eignar árið 2012, næst matið 2013 og því næst hækkun í prósentum og krónum. Dæmi eru tekin af sambærilegum eignum á Akureyri, höfuðborgarsvæðinu, í Vestmannaeyjum og á landinu öllu. Allar upphæðir eru í þúsundum króna.

Fasteignamat, áhrif á mismunandi eignir.
Fasteignamat, áhrif á mismunandi eignir.