Forsætisráðuneytið og Viðskiptaráð Íslands hafa boðað til fundar þann 2. september næstkomandi þar sem ráðgert er að afla liðveislu erlendra sérfræðinga um það hvernig íslenskt regluverk verði helst einfaldað.

„Á nokkurra mánaða skeiði erum við búin að vera að undirbúa að uppfylla það sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum að einfalda regluverk atvinnulífsins. Ætlunin er að gera það skilvirkara og einfaldara,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Þá sagði hann að m.a. yrði farið yfir reynslu Breta í einföldun regluverks þar í landi og að erlendir sérfræðingar frá OECD muni veita ráðleggingar. Í framhaldinu af fundinum yrði tveggja daga vinnufundir og í kjölfarið yrði aðgerðarpakki vonandi tilbúin.