Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis er nú eingöngu skipuð karlmönnum. Þetta má sjá á vef Alþingis en þing var sem kunnugt er sett í gær. Frosti Sigurjónsson framsóknarmaður fer fyrir efnahags- og viðskiptanefnd en þeir Páll Jóhann Pálsson (F) og Pétur H. Blöndal (S) deila varaformennsku. Auk þeirra eru í nefndinni þeir Árni Páll Árnason (Sf), Brynjar Níelsson (S), Guðmundur Steingrímsson (Bf), Steingrímur J. Sigfússon (Vg), Vilhjálmur Bjarnason (S) og Willum Þór Þórsson (F).

Í öðrum þingnefndum má finna þingmenn af hvoru kyni þó heldur halli á karla í velferðarnefnd. Þar er Ásmundur Friðriksson eini karlkyns nefndarmaðurinn. Silja Dögg Gunnarsdóttur verður hins vegar eina konan í utanríkismálanefnd.